Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Anton Egilsson skrifar 10. desember 2017 11:37 740 karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa skrifað undir yfirlýsinguna. Vísir Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“ MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01