Við Elísabet, og Jackie Þorvaldur Gylfason skrifar 28. desember 2017 07:00 Þegar ég kom fyrst til Keníu 1979 sögðu heimamenn mér líkt og öðrum gestum stoltir frá heimsókn Elísabetar prinsessu og Filippusar prins bónda hennar til landsins 1952 því þar voru þau hjónin stödd þegar þau fengu fregnina um andlát föður hennar, Georgs konungs VI. Elísabet sneri strax aftur heim til London sem drottning. Hvert mannsbarn í Keníu þekkir þessa sögu enn í dag. Elísabet hefur nú verið drottning Englands í 65 ár, ári lengur en langalangamma hennar Viktoría sem bar kórónuna í 64 ár, 1837-1901. Elísabet drottning kom til Íslands 1990 og tók á móti gestum sínum um borð í snekkju sinni Britanniu. Hún var eins og Charlton Heston, náði mér varla í öxl. Viktoría drottning var enn lægri í loftinu, 152 cm. Annað var uppi í Gönu. Heimamenn þar hafa ekki hirt um að segja mér sína miklu merkilegri sögu af Elísabetu drottningu. Sagan sú er rifjuð upp í nýrri sjónvarpsþáttaröð um drottninguna, The Crown, eftir Peter Morgan. Eftir hann liggja mörg ágæt leikrit og kvikmyndir auk sjónvarpsefnis, t.d. leikritið og kvikmyndin um blaðamanninn David Frost þar sem hann afhjúpar Richard Nixon fv. Bandaríkjaforseta með því að fá hann til að segja: „Þegar forsetinn gerir það, þá er það ekki ólöglegt“. Heimssögulegt rothögg.Eins og hótel í niðurníðslu Hvað gerðist í Gönu? John Kennedy Bandaríkjaforseti og Jacqueline kona hans komu í opinbera heimsókn fyrst til Frakklands og síðan til Bretlands 1961. Í París heillaði forsetafrúin heimamenn og heimsbyggðina upp úr skónum með glæsileik og fágaðri framgöngu. Þegar Kennedy-hjónin komu til London leiddi Elísabet drottning forsetafrúna um Buckingham-höll til að sýna henni málverk og fór vel á með þeim. Stuttu síðar eru drottningunni færðar þær fréttir að forsetafrúin hafi gert lítið úr henni við kvöldverðarborð í annarri veizlu í London, kallað hana lítils nýta og þá um leið lifandi sönnun hnignunar brezka heimsveldisins og líkt höllinni við hótel í niðurníðslu o.s.frv. Drottningin tók þessar athugasemdir nærri sér.Boðið upp í dans Um þetta leyti juku Sovétmenn umsvif sín í Gönu sem hafði tekið sér sjálfstæði fimm árum fyrr, 1956, fyrst Afríkulanda. Leonid Brésnef sem varð nokkru síðar aðalritari Sovézka kommúnistaflokksins hafði skömmu fyrr verið í Gönu. Brezka stjórnin óttaðist að Rússum tækist að ná fótfestu í Gönu og toga landið út úr Brezka samveldinu og þá gætu önnur lönd e.t.v. kosið að fylgja í kjölfarið. Það mátti ekki gerast. Drottningin sagði við Harold Macmillan forsætisráðherra: Ég fer til Gönu og tel Nkrumah forseta hughvarf. Macmillan fraus, hann taldi hugmyndina fráleita og sagði hana réttilega fordæmalausa, drottningin ætti ekki að skipta sér af stjórnmálum, ekki frekar en forverar hennar. Ég fer samt, sagði Elísabet. Og hún fór. Og sem hún situr til borðs í kvöldverðarveizlu lætur hún kalla Nkrumah til sín, tekur í hönd hans og býður honum upp í dans. Fylgdarmenn drottningar áttu þá ósk heitasta að jörðin gleypti þá. Ljósmyndir af dansgólfinu fóru eins og eldur í sinu um allan heim. Öll afrísk hjörtu bráðnuðu, eða næstum öll. Gambíturinn hreif. Gana er enn í samveldinu.Litlar þúfur, sprautur, þung hlöss Kennedy forseti þakkaði konu sinni fyrir að hafa hrundið þessari mikilvægu atburðarás af stað. Jackie bað nokkru síðar um fund með Elísabetu drottningu í London til að biðjast afsökunar á illmælginni, lýsti djúpri virðingu fyrir drottningunni og gaf þá skýringu að læknir Hvíta hússins sprautaði þau hjónin stundum með verkjastillandi og styrkjandi lyfjum til að létta af þeim álagi þegar mikið lægi við, t.d. í opinberum heimsóknum, og ein hliðarverkun lyfjablöndunnar væri lausmælgi. Jackie var 170 cm á hæð. Bóndi hennar var 183 cm eins og Filippus prins. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Þegar ég kom fyrst til Keníu 1979 sögðu heimamenn mér líkt og öðrum gestum stoltir frá heimsókn Elísabetar prinsessu og Filippusar prins bónda hennar til landsins 1952 því þar voru þau hjónin stödd þegar þau fengu fregnina um andlát föður hennar, Georgs konungs VI. Elísabet sneri strax aftur heim til London sem drottning. Hvert mannsbarn í Keníu þekkir þessa sögu enn í dag. Elísabet hefur nú verið drottning Englands í 65 ár, ári lengur en langalangamma hennar Viktoría sem bar kórónuna í 64 ár, 1837-1901. Elísabet drottning kom til Íslands 1990 og tók á móti gestum sínum um borð í snekkju sinni Britanniu. Hún var eins og Charlton Heston, náði mér varla í öxl. Viktoría drottning var enn lægri í loftinu, 152 cm. Annað var uppi í Gönu. Heimamenn þar hafa ekki hirt um að segja mér sína miklu merkilegri sögu af Elísabetu drottningu. Sagan sú er rifjuð upp í nýrri sjónvarpsþáttaröð um drottninguna, The Crown, eftir Peter Morgan. Eftir hann liggja mörg ágæt leikrit og kvikmyndir auk sjónvarpsefnis, t.d. leikritið og kvikmyndin um blaðamanninn David Frost þar sem hann afhjúpar Richard Nixon fv. Bandaríkjaforseta með því að fá hann til að segja: „Þegar forsetinn gerir það, þá er það ekki ólöglegt“. Heimssögulegt rothögg.Eins og hótel í niðurníðslu Hvað gerðist í Gönu? John Kennedy Bandaríkjaforseti og Jacqueline kona hans komu í opinbera heimsókn fyrst til Frakklands og síðan til Bretlands 1961. Í París heillaði forsetafrúin heimamenn og heimsbyggðina upp úr skónum með glæsileik og fágaðri framgöngu. Þegar Kennedy-hjónin komu til London leiddi Elísabet drottning forsetafrúna um Buckingham-höll til að sýna henni málverk og fór vel á með þeim. Stuttu síðar eru drottningunni færðar þær fréttir að forsetafrúin hafi gert lítið úr henni við kvöldverðarborð í annarri veizlu í London, kallað hana lítils nýta og þá um leið lifandi sönnun hnignunar brezka heimsveldisins og líkt höllinni við hótel í niðurníðslu o.s.frv. Drottningin tók þessar athugasemdir nærri sér.Boðið upp í dans Um þetta leyti juku Sovétmenn umsvif sín í Gönu sem hafði tekið sér sjálfstæði fimm árum fyrr, 1956, fyrst Afríkulanda. Leonid Brésnef sem varð nokkru síðar aðalritari Sovézka kommúnistaflokksins hafði skömmu fyrr verið í Gönu. Brezka stjórnin óttaðist að Rússum tækist að ná fótfestu í Gönu og toga landið út úr Brezka samveldinu og þá gætu önnur lönd e.t.v. kosið að fylgja í kjölfarið. Það mátti ekki gerast. Drottningin sagði við Harold Macmillan forsætisráðherra: Ég fer til Gönu og tel Nkrumah forseta hughvarf. Macmillan fraus, hann taldi hugmyndina fráleita og sagði hana réttilega fordæmalausa, drottningin ætti ekki að skipta sér af stjórnmálum, ekki frekar en forverar hennar. Ég fer samt, sagði Elísabet. Og hún fór. Og sem hún situr til borðs í kvöldverðarveizlu lætur hún kalla Nkrumah til sín, tekur í hönd hans og býður honum upp í dans. Fylgdarmenn drottningar áttu þá ósk heitasta að jörðin gleypti þá. Ljósmyndir af dansgólfinu fóru eins og eldur í sinu um allan heim. Öll afrísk hjörtu bráðnuðu, eða næstum öll. Gambíturinn hreif. Gana er enn í samveldinu.Litlar þúfur, sprautur, þung hlöss Kennedy forseti þakkaði konu sinni fyrir að hafa hrundið þessari mikilvægu atburðarás af stað. Jackie bað nokkru síðar um fund með Elísabetu drottningu í London til að biðjast afsökunar á illmælginni, lýsti djúpri virðingu fyrir drottningunni og gaf þá skýringu að læknir Hvíta hússins sprautaði þau hjónin stundum með verkjastillandi og styrkjandi lyfjum til að létta af þeim álagi þegar mikið lægi við, t.d. í opinberum heimsóknum, og ein hliðarverkun lyfjablöndunnar væri lausmælgi. Jackie var 170 cm á hæð. Bóndi hennar var 183 cm eins og Filippus prins. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun