Mercedes Hitlers boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2017 09:52 Mercedes Benz 770k bíll Hitlers sem boðinn verður upp hjá Scottsdale uppboðshúsinu. autoblog.com Vanalega þegar bílar sem hafa verið í eigu frægð fólks eru boðnir upp er um að ræða bíla frægra leikara, tónlistarmanna eða íþróttamanna. Sjaldgæfara er að bílar einræðisherra fortíðarinnar séu boðnir upp en það verður þó gert þann 17. janúar hjá Scottsdale uppboðshúsinu og þá munu áhugasamir berjast um bíl sem var í eigu Adolf Hitlers. Þessi bíll er af gerðinni Mercedes Benz 770K Grosser Open Tourer og af árgerð 1939. Hluti söluverðsins sem fást mun fyrir bílinn mun renna til uppfræðslu á hryllilegri herför Hitlers og þeirri ógæfu sem hún færði milljónum manna. Þessi tiltekni Mercedes Benz 770K bíll var notaður af Hitler og öðrum SS foringjum og margir gestir þýska foringjans sátu í þessum bíl í viðhafnarheimsóknum. Ennfremur var hann talsvert notaður sem einn bíla í viðhafnarsýningum Nasista á árunum 1939 til 1941. Bíllinn er með brimvörn á botnplötunni og í hliðunum og framrúðan er einnig skotheld. Einnig var hægt að reisa upp hlífðarplötu fyrir aftan aftursæti bílsins til að verjast árás aftan frá. Vél bílsins er 7,7 lítra og 8 strokka vél sem skilaði heilum 230 hestöflum, sem taldist mikið afl á þessum árum. Bíllinn er beinskiptur með 5 gíra kassa. Bíllinn var gerður upptækur af bandamönnum í lok stríðsins, en ekki kemur fram hver er skráður hinn raunverulegi eigandi hans nú.Mælaborð bílsins vandaða. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Vanalega þegar bílar sem hafa verið í eigu frægð fólks eru boðnir upp er um að ræða bíla frægra leikara, tónlistarmanna eða íþróttamanna. Sjaldgæfara er að bílar einræðisherra fortíðarinnar séu boðnir upp en það verður þó gert þann 17. janúar hjá Scottsdale uppboðshúsinu og þá munu áhugasamir berjast um bíl sem var í eigu Adolf Hitlers. Þessi bíll er af gerðinni Mercedes Benz 770K Grosser Open Tourer og af árgerð 1939. Hluti söluverðsins sem fást mun fyrir bílinn mun renna til uppfræðslu á hryllilegri herför Hitlers og þeirri ógæfu sem hún færði milljónum manna. Þessi tiltekni Mercedes Benz 770K bíll var notaður af Hitler og öðrum SS foringjum og margir gestir þýska foringjans sátu í þessum bíl í viðhafnarheimsóknum. Ennfremur var hann talsvert notaður sem einn bíla í viðhafnarsýningum Nasista á árunum 1939 til 1941. Bíllinn er með brimvörn á botnplötunni og í hliðunum og framrúðan er einnig skotheld. Einnig var hægt að reisa upp hlífðarplötu fyrir aftan aftursæti bílsins til að verjast árás aftan frá. Vél bílsins er 7,7 lítra og 8 strokka vél sem skilaði heilum 230 hestöflum, sem taldist mikið afl á þessum árum. Bíllinn er beinskiptur með 5 gíra kassa. Bíllinn var gerður upptækur af bandamönnum í lok stríðsins, en ekki kemur fram hver er skráður hinn raunverulegi eigandi hans nú.Mælaborð bílsins vandaða.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent