„Oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í liðinni viku. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira