Skoðun

Mælirinn er fullur - og vel það

Bjarni Bernharður Bjarnason skrifar
Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun!

Ég hef kynnt mér listann, einkum þó 3 mánaða úthltunina, en ég sótti um þann mánaðarfjölda. Á listanum er nöfn sem síður verðskulda starfslaun en undirritaður – það fullyrði ég.. Er verið að refsa mér af fólki sem hefur ekkert umboð til að beita refsingum, refsa mér fyrir fortíð mína? Ef svo er, er það er lúalegt og ófagmannlegt.

Ég er mjög gott ljóðskáld og hef gefið þessari þjóð margt fallegt. En þótt þeir, sem fara með umboð þjóðarinnar, hvað beri að þakka höfundum fyrir,sjái ekki ástæðu til að þakka mér fyrir, er ég viss um „að tíminn muni kasta á mig kveðju, þótt síðar verði “ eins og ég segi í einu ljóða minna. Ég mun ekki láta mitt eftir ligga að upplýsa fólk framtíðar um þá fyrirlitningu og fúlmennskubrögð sem ég þurfti að þola af samtíð minni.

Í fyllstu auðmýkt hef ég leitaði á náðir launasjóðsins um skáldeyrir, svo mér væri unnt að leggja enn meiri kraft í skáldskaparlistina, en jafnan mætt þöglum fjandskap í líki synjunarbréfa. Ég krefst þess að fá svar! Krefst þess að stéttarfélag mitt, Rithöfundasamband Íslands, leiti eftir svörum hjá þessum þremur skipuðu nefndarmönnum, og sendi mér svörin á einkapóst minnn – netfang mitt. Það væri ekkert athugavert við synjun í 2 – 3 ár, en þetta er 15 sinn sem ég fæ synjunarbréf.

ÞETTA ER EKKI EÐLILEGT!




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×