Minni hagvöxtur framundan en ekki tími skattalækkana? Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. janúar 2018 12:46 Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun