Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2018 10:55 Framleiðsla hefur verið stöðvað tímabundið en staðan verður tekin aftur síðar í dag. Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar. Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar.
Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30