Vilji, völd og veruleiki - íslenskur grunnskóli í hættu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 16. janúar 2018 10:00 Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun