„Ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er“ Ingvar Þór Björnsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 14. janúar 2018 20:43 Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori. Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori.
Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira