Tókust á um skipun dómara Þórdís Valsdóttir skrifar 13. janúar 2018 14:45 Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Mér finnst þetta allt óheppilegt. Allt þetta ferli,“sagði Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipunarferli átta héraðdómara á dögunum. Helga Vala var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Helga Vala og Sigríður tókust á um málið í þættinum og voru ósammála um margt, meðal annars um fordæmisgildi Hæstaréttar í máli frá 2010 þar sem Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra var talinn vanhæfur til þess að skipa fyrrum aðstoðarmann sinn í embætti dómara og ákveðið var að Árni Mathiesen tæki yfir dómskipun. „Það er auðvitað nýfallinn dómur yfir dómsmálaráðherra þar sem Hæstiréttur verður í raun alveg samkvæmur sjálfum sér. Þar var talað um rannsóknarregulna og ábyrgð ráðherra að fylgja stjórnsýslulögum og það var á þetta bent í allri málsmeðferð inni á þinginu í vor þegar dómsmálaráðherra ákveður að fara á svig við tilmæli hæfisnefndarinnar,“ segir Helga Vala. Sigríður segir að aðstæður við skipun í Landsdóm í vor hafi verið allt aðrar en þær voru árið 2010. „Það giltu annars konar ákvæði en um Landsréttarmálið vegna þess að í Landsréttarmálinu lá það fyrir að það var sett sérstakt ákvæði til bráðabirgða sérstaklega um þess skipun í fyrsta sinn sem kvað á um það að Alþingi þyrfti alltaf að koma að tilnefningum og skipunum þessara dómara í fyrsta sinn og það setur málið í allt annað samhengi,“ segir Sigríður og bætir við að að fordæmisgildi hins dómsins frá 2010 hafi í raun ekki verið neitt fyrir þær aðstæður sem hún stóð frammi fyrir. Helga Vala segir að flestir, ef ekki allir séu ósammála ráðherra um það að dómurinn hafi ekki fordæmisgildi. „Það að fyrri Hæstaréttardómur hafi ekkert fordæmisgildi þá eru eiginlega allir ósammála ráðherra þar; bæði Hæstiréttur, Björg Thorarensen sem mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vor, Trausti Fannar Valsson sem benti einmitt líka á þetta og fleiri sem tala um það að þó lögum hafi verið breytt eftir á þá var stjórnsýslulögunum ekki breytt og þau eiga við þarna, það er þessi skýra ransóknarskylda á ráðherra.“ Ákveðið vantraust á kerfinu Sigríður áréttaði þá skoðun sína að tvær vikur væri of knappur tími til þess að fara yfir niðurstöðu dómnefndar. „Ég hef velt því fyrir mér afhverju er þessi tveggja vikna frestur. Í Landsdómsmálinu áttuðu menn sig á því að nefndin hefði mjög knappan tíma til þess að fara yfir umsagnir og veita umsögn og formaður nefndarinnar nefndi það við mig að þetta væri mjög knappur tími en höfðu þau þó tvo til þrjá mánuði til þess en ráðherra átti bara að fá tvær vikur,“ segir Sigríður og segir að það hljóti að þurfa að túlka tveggja vikna frestinn þannig að verið sé að létta af tiltekinni rannsóknarskyldu af ráðherra með störfum nefndarinnar, þó Hæstiréttur hafi ekki verið sammála því. Helga Vala segir að upp sé komið ákveðið vantraust á kerfinu varðandi skipun dómara. „Svo byrja þessi hnútuköst milli setts dómsmálaráðherra Guðlaugs Þórs og formanns hæfisnefndarinnar í fjölmiðlum og mér finst þetta allt óheppilegt. Mér finnst þetta óþægilegt og mér finnst þetta rýra traust okkar á kerfinu. Hvað sem okkur kann að finnast um þessar leikreglur og hverju þurfi að breyta þar. En ég er alveg sammála Sigríði um það að tvær vikur til að rannsaka hæfi er auðvitað ekki fullnægjandi.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var settur dómsmálaráðherra þegar skipað var í átta stöður héraðsdómara. Hann gagnrýndi vinnubrögð hæfisnefndarinnar harðlega.vísir/stefán Aukið gagnsæi við skipan dómara Bæði Sigríður og Helga Vala voru sammála Heimi Má um að ríkja þurfi sátt um það hvernig málunum er háttað við skipan dómara. „Það þarf að ræða þessi mál af yfirvegun án þess að vera í pólitískum skotgröfum. Það hefur lengi staðið styr um þetta fyrirkomulag skipunarmála,“ segir Sigríður og segist hafa orðið þess vör að kallað sé eftir aukni gagnsæi í þessum málum og meiri faglegheitum af hálfu nefndarinnar. „Menn mega ekki gleyma því að nefndin er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og hún er lögum samkvæmt, og samkvæmt stjórnskipaninni, armur út frá ráðherra. Hún heyrir alltaf undir ráðherra þannig það er tómt mál að tala um það að ráðherra komi ekki að skipun dómara nema menn vilji bara fari í það að alþingi geri það sjálft,“ segir Sigríður. „Brynjar Níelsson vill taka út þessa nefnd og að ráðherra fái að ráða þessu. Er það það sem við viljum að komi í staðinn? Er þetta kannski einhver tónn sem er núna ríkjandi inni í flokknum því þau virðast vera mikið að takast á um þetta að ráðherrann eigi að fá að gera þetta eftir sínu höfði. En það er akkurat það sem við vorum að breyta vegna þess að okkur var bent á það af alþjóðlegum stofnunum að þau verk sem við höfðum áður gert væru ófullnægjandi,“ segir Helga Vala. Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna Þingmaður Samfylkingarinnar telur að illa hafi verið staðið að verki frá upphafi við skipan átta héraðsdómara. Óheppilegt sé að settur ráðherra munnhöggvist við nefndina. 12. janúar 2018 06:00 Dómsmálaráðherra ætlar að endurskoða reglur um skipun dómara Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu. 10. janúar 2018 18:45 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Átta héraðsdómarar voru skipaðir í gær. Tímahrak og einstrengingsleg afstaða dómnefndar þýddi að settur dómsmálaráðherra féllst á tillögur matsnefndar um hæfi dómara. 10. janúar 2018 06:00 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Mér finnst þetta allt óheppilegt. Allt þetta ferli,“sagði Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipunarferli átta héraðdómara á dögunum. Helga Vala var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Helga Vala og Sigríður tókust á um málið í þættinum og voru ósammála um margt, meðal annars um fordæmisgildi Hæstaréttar í máli frá 2010 þar sem Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra var talinn vanhæfur til þess að skipa fyrrum aðstoðarmann sinn í embætti dómara og ákveðið var að Árni Mathiesen tæki yfir dómskipun. „Það er auðvitað nýfallinn dómur yfir dómsmálaráðherra þar sem Hæstiréttur verður í raun alveg samkvæmur sjálfum sér. Þar var talað um rannsóknarregulna og ábyrgð ráðherra að fylgja stjórnsýslulögum og það var á þetta bent í allri málsmeðferð inni á þinginu í vor þegar dómsmálaráðherra ákveður að fara á svig við tilmæli hæfisnefndarinnar,“ segir Helga Vala. Sigríður segir að aðstæður við skipun í Landsdóm í vor hafi verið allt aðrar en þær voru árið 2010. „Það giltu annars konar ákvæði en um Landsréttarmálið vegna þess að í Landsréttarmálinu lá það fyrir að það var sett sérstakt ákvæði til bráðabirgða sérstaklega um þess skipun í fyrsta sinn sem kvað á um það að Alþingi þyrfti alltaf að koma að tilnefningum og skipunum þessara dómara í fyrsta sinn og það setur málið í allt annað samhengi,“ segir Sigríður og bætir við að að fordæmisgildi hins dómsins frá 2010 hafi í raun ekki verið neitt fyrir þær aðstæður sem hún stóð frammi fyrir. Helga Vala segir að flestir, ef ekki allir séu ósammála ráðherra um það að dómurinn hafi ekki fordæmisgildi. „Það að fyrri Hæstaréttardómur hafi ekkert fordæmisgildi þá eru eiginlega allir ósammála ráðherra þar; bæði Hæstiréttur, Björg Thorarensen sem mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vor, Trausti Fannar Valsson sem benti einmitt líka á þetta og fleiri sem tala um það að þó lögum hafi verið breytt eftir á þá var stjórnsýslulögunum ekki breytt og þau eiga við þarna, það er þessi skýra ransóknarskylda á ráðherra.“ Ákveðið vantraust á kerfinu Sigríður áréttaði þá skoðun sína að tvær vikur væri of knappur tími til þess að fara yfir niðurstöðu dómnefndar. „Ég hef velt því fyrir mér afhverju er þessi tveggja vikna frestur. Í Landsdómsmálinu áttuðu menn sig á því að nefndin hefði mjög knappan tíma til þess að fara yfir umsagnir og veita umsögn og formaður nefndarinnar nefndi það við mig að þetta væri mjög knappur tími en höfðu þau þó tvo til þrjá mánuði til þess en ráðherra átti bara að fá tvær vikur,“ segir Sigríður og segir að það hljóti að þurfa að túlka tveggja vikna frestinn þannig að verið sé að létta af tiltekinni rannsóknarskyldu af ráðherra með störfum nefndarinnar, þó Hæstiréttur hafi ekki verið sammála því. Helga Vala segir að upp sé komið ákveðið vantraust á kerfinu varðandi skipun dómara. „Svo byrja þessi hnútuköst milli setts dómsmálaráðherra Guðlaugs Þórs og formanns hæfisnefndarinnar í fjölmiðlum og mér finst þetta allt óheppilegt. Mér finnst þetta óþægilegt og mér finnst þetta rýra traust okkar á kerfinu. Hvað sem okkur kann að finnast um þessar leikreglur og hverju þurfi að breyta þar. En ég er alveg sammála Sigríði um það að tvær vikur til að rannsaka hæfi er auðvitað ekki fullnægjandi.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var settur dómsmálaráðherra þegar skipað var í átta stöður héraðsdómara. Hann gagnrýndi vinnubrögð hæfisnefndarinnar harðlega.vísir/stefán Aukið gagnsæi við skipan dómara Bæði Sigríður og Helga Vala voru sammála Heimi Má um að ríkja þurfi sátt um það hvernig málunum er háttað við skipan dómara. „Það þarf að ræða þessi mál af yfirvegun án þess að vera í pólitískum skotgröfum. Það hefur lengi staðið styr um þetta fyrirkomulag skipunarmála,“ segir Sigríður og segist hafa orðið þess vör að kallað sé eftir aukni gagnsæi í þessum málum og meiri faglegheitum af hálfu nefndarinnar. „Menn mega ekki gleyma því að nefndin er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og hún er lögum samkvæmt, og samkvæmt stjórnskipaninni, armur út frá ráðherra. Hún heyrir alltaf undir ráðherra þannig það er tómt mál að tala um það að ráðherra komi ekki að skipun dómara nema menn vilji bara fari í það að alþingi geri það sjálft,“ segir Sigríður. „Brynjar Níelsson vill taka út þessa nefnd og að ráðherra fái að ráða þessu. Er það það sem við viljum að komi í staðinn? Er þetta kannski einhver tónn sem er núna ríkjandi inni í flokknum því þau virðast vera mikið að takast á um þetta að ráðherrann eigi að fá að gera þetta eftir sínu höfði. En það er akkurat það sem við vorum að breyta vegna þess að okkur var bent á það af alþjóðlegum stofnunum að þau verk sem við höfðum áður gert væru ófullnægjandi,“ segir Helga Vala.
Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna Þingmaður Samfylkingarinnar telur að illa hafi verið staðið að verki frá upphafi við skipan átta héraðsdómara. Óheppilegt sé að settur ráðherra munnhöggvist við nefndina. 12. janúar 2018 06:00 Dómsmálaráðherra ætlar að endurskoða reglur um skipun dómara Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu. 10. janúar 2018 18:45 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Átta héraðsdómarar voru skipaðir í gær. Tímahrak og einstrengingsleg afstaða dómnefndar þýddi að settur dómsmálaráðherra féllst á tillögur matsnefndar um hæfi dómara. 10. janúar 2018 06:00 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna Þingmaður Samfylkingarinnar telur að illa hafi verið staðið að verki frá upphafi við skipan átta héraðsdómara. Óheppilegt sé að settur ráðherra munnhöggvist við nefndina. 12. janúar 2018 06:00
Dómsmálaráðherra ætlar að endurskoða reglur um skipun dómara Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu. 10. janúar 2018 18:45
Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51
Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Átta héraðsdómarar voru skipaðir í gær. Tímahrak og einstrengingsleg afstaða dómnefndar þýddi að settur dómsmálaráðherra féllst á tillögur matsnefndar um hæfi dómara. 10. janúar 2018 06:00
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00