Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 14:41 Flensunni fylgir hiti, hausverkur, hálsbólga og beinverkir meðal annars. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira