Byrjaði 14 ára að starfa við matreiðslu: Samkeppnin hérna heima mætti vera fallegri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 07:00 Aníta Ösp Ingólfsdóttir matreiðslumeistari hefur unnið á veitingastöðum víða um heim. Aníta Ösp Aníta Ösp Ingólfsdóttir matreiðslumeistari segir að álag og streita sé hugsanlega ástæða þess að svo fáar konur velja þetta starf. Aníta hefur starfað sem matreiðslumeistari síðan á síðasta ári og hefur mikla ástríðu fyrir mat og matargerð. Hún segir tófú vanmetið hráefni og deilir uppskrift sem hún segir að hafi valdið því að hörðustu kjötelskendur hafi ekki trúað sínum eigin bragðlaukum. „Ég hef í rauninni starfað við matreiðslu síðan ég var 14 ára en ég útskrifaðist með sveinsprófið árið 2013.“ Hún tók þátt í kokkakeppni þegar hún var í 9. bekk í grunnskóla og lenti í öðru sæti, eftir það var ekki aftur snúið. Hún byrjaði að vinna á veitingastað og hefur starfað á veitingastöðum víða um heim á sínum ferli.Fáar konur velja þetta starf „Þetta er erfiðisvinna, þú ert mikið að heiman svarar,“ Aníta aðspurð af hverju svona fáar konur velji þetta starf. Þetta er stress og passar kannski ekki alltaf með fjölskyldulífi. Þetta er gríðarlegt álag, erfiði og stress,“ svarar Aníta aðspurð af hverju færri konur en karlar velji þetta starf. Hún telur að það sé „klárlega“ erfiðara fyrir konur en karla að starfa sem matreiðslumeistarar. „Ég hef alveg lent í því að vera með karlmenn í vinnu sem taka mig ekki alvarlega, taka ekkert rosalega mikið mark á mér bara af því að ég er ungur kvenmaður. Þetta hefur bæði verið sagt við mig og ég skynjað það frá fólki, karlmönnum. Aftur á móti finnst öðrum þetta samt spennandi, að það sé kvenmaður við stjórnvölin. Það getur verið gríðarlega erfitt og þú þarft að hafa bein í nefinu.“ Aníta segir að það hafi verið mikið um áreitni innan þessa bransa þegar hún byrjaði en það væri minna um það núna.Upplifun að fara út að borða„RIO Reykjavík er Suður-amerískur veitingastaður sem kemur framandi og gríðarlega ferskur inn í veitingaflóruna á Íslandi. Markmiðið er að vera öðruvísi, skemmtileg og hafa gaman, bæði fyrir kúnnana og starfsfólkið. Við viljum að það sé upplifun að koma og borða. RIO er suður amerískur staður með áherslu á Brasilíu, Argentínu og Perú en asísku áhrifin koma eiginlega í gegnum Perú þar sem að matargerð í Perú er undir mjög asískum áhrifum vegna fjölda innflytjenda þar. Matreiðslan teygir sig einnig smá fyrir til norður Ameríku, nánar tiltekið til Mexíkó.“ Aníta segir að samt sem áður sé verið að nota íslenskt og ferskt hráefni, mikið af fisk og grænmeti. „Við erum með klassíska suður ameríska rétti í bland við aðra rétti þar sem við notumst við hráefni, stemningu eða aðferð í matargerðinni. MARBAR heldur ennþá sínu nafni og heldur áfram að vera með sexý og seiðandi kokteila í sama stíl og RIO Reykjavík. Staka kokteila, kokteila í könnum, frosna kokteila og hvaðeina.” Aníta segir að staðurinn hafi fengið gríðarlega góð viðbrögð en hann verður opnaður formlega í næstu viku. „Það er opnunarpartý í næstu viku, miðvikudaginn 17. janúar. Við tókum við hérna í október þegar staðurinn hét MAR og höfum í rólegheitunum verið að vinna okkur yfir í RIO en það er alltaf búið að vera opið samt sem áður. Í opnunarpartýinu verður mikið húllumhæ.“ Mikill hraði í New YorkAníta hefur starfað á mörgum veitingastöðum í Reykjavík, Chicago, New York og á Bahama eyjum og segir að það sé mjög ólíkt því að starfa erlendis eða á veitingastöðum hér á landi. „Í Bandaríkjunum er bransinn svo klikkaður, fólk vinnur oft ennþá meira en á Íslandi, sem þykir alveg ótrúlegt. Fólk gerir þetta til að halda sínum sessi í vinnu, það er mikið álag. Ég hef nú ekki séð það gerast en ég hef heyrt sögur um að fólk hafi staðið með bleyjur á vaktinni til að þurfa ekki að taka klósetthlé. Það segir ýmislegt um geðveikina sem gengur á í New York.“ Á Bahamas var stemningin gjörólík og ekki mikið um stress eða læti þar. „Þau eru dásamleg upp til hópa en gríðarlega slök. Það var svolítið erfitt fyrir klikkaða Íslendinginn að standa í svoleiðis, maður er vanur hlaupunum og brjálæðinu. Þau eru mun rólegri, þar er kannski hitinn sem veldur því enda er gríðarlega heitt þar allan ársins hring.“ Aníta segir að það sem sé betra við bransann úti sé að þar sé mikil samheldni. „Fólk samgleðst öðrum og hjálpast að. Mér finnst að samkeppnin hérna heima mætti vera fallegri, fólk mætti standa meira saman.“Lét drauma ferðamanna rætast„Í sumar var ég svo einkakokkur hjá Nordic Luxury á Íslandi. Það var virkilega spennandi en gríðarlega krefjandi í allskonar aðstæðum, til dæmis úti í skógi og uppi á jökli.“ Ferðaskrifstofan auglýsir ferðir þar sem draumar og óskir ferðamanna eru látnar rætast en miklum trúnaði er heitið. Aníta segir að furðulegustu aðstæðurnar sem hún þurfti að elda í hafi verið þegar hún gisti í skógi í fjóra daga og var einkakokkur fyrir par án þess að vera með rafmagn eða rennandi vatn. „Við gistum í tjaldi í þrettán stiga frosti. Það var samt mjög kósý“ Uppskriftir í uppáhaldi hjá Anítu:„Mér finnst skemmtilegast að borða framandi mat,“ segir Aníta. Hún segir að sífellt fleiri velji vegan og grænmetisrétti á veitingastöðum. „Það er mikil aukning, bæði hjá ferðamönnum og heimamönnum. Nú eru flestir staðir komnir með grænmetisrétti á seðil og svo auðvitað margir staðir sem eru sérhæfðir í grænmeti. Ég held að við getum alltaf gert betur í þessum málum og það verður bara spennandi hvað kemur út úr því.“ Við fengum hana til þess að deila þremur uppskriftum með lesendum Vísis, þar af einni vegan uppskrift í tilefni Veganúar. „Ég ákvað að hafa eina uppskrift af tófú, þar sem það er afskaplega vanmetið hráefni. Þessi uppskrift er búin að sjokkera marga og hörðustu kjötelskendur, þeir hafa bara ekki trúað sínum eigin bragðlaukum. Hún er örlítið „moj“ en algjörlega þess virði.” TófúAníta Ösp TófúTófúið sem notað er í þessa uppskrift þarf að vera „firm“ eða stíft tófú. Það er síðan skorið í lengjur, 1cm x 1 cm x 3 cm.200 ml olía100 gr soya sósa2 cm lemongras1 tsk chili mauk1 stk hvítlauksgeiri½ stk sítróna, safi og zest (börkurinn)1 msk sykur Þessu er öllu saman húrrað í matvinnsluvél og blandað vel saman. Síðan hellt yfir tófúið og látið standa helst yfir nótt, en þó alveg nóg að standa í 30 mín. Þá er tófúinu velt upp úr hveiti, síðan kókosmjólk og síðast en ekki síst pankó raspi... Síðan en tófúið djúpsteikt í olíu við 180°C þar til gullin brúnt. Meðlæði getur verið að alla máta, en ég mæli sterklega með einhverskonar ananas með til að fríska enn meira upp á bragðið. Hráskinku tostada með maís salsa.Aníta Ösp Hráskinku tostada með maís salsa 4 stk maís tortillur 1 bréf serrano hráskinka 4-6 msk sólþurrkað tómat mauk (má vera pestó) 1 stk mangó 150 gr maískorn 50 gr rauðlaukur – smátt skorinn 10 gr rauður chili – smátt skorinn 10 gr kóríander – smátt skorinn ½ stk lime safi Rifinn parmesan Tortillurnar eru steiktar í ágætis magni af olíu og svo settar á pappír eða stykki til að þorna. Maísnum, rauðlauk, chili, kóríander og lime blandað saman, smakkað til með salti. Síðan er sólþurrkaða tómatamaukinu smurt á stökku tortillurnar og maís salsa, smátt skorið mangó og hráskinka sett ofaná og nóg af rifnum parmesan yfir. Það er ekki flóknara en það. Ástríðuávaxta ísAníta Ösp Ástríðuávaxta ís 1 dós sæt mjólk (condensed milk) 1 ½ bolli ástríðuávaxta púrra 2 bollar rjómi – ííískaldur Sæta mjólkin og ástríðuávaxta púrran hrærð saman. Rjóminn þeyttur, aðeins meira en léttþeyttur. Þá er mjólkur og ástríðuávaxta blöndunni bætt rólega út í og blandað saman með sleikju. Passa þarf að hræra ekki of mikið til að missa ekki lyftinguna í rjómanum. Frysta og njóta. Gott trix til að forðast ískristalla ofan á ísnum er a taka smjörpappír, skera hann í stærðina sem er á ísboxinu þínu og pressa honum létt ofan á ísinn, loka boxinu svo vel.Ísinn er sjúklega góður einn og sér, en á meðfylgjandi mynd paraði ég hann við súkkulaðiköku. Eftirréttir Ís Tófú Uppskriftir Vefjur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aníta Ösp Ingólfsdóttir matreiðslumeistari segir að álag og streita sé hugsanlega ástæða þess að svo fáar konur velja þetta starf. Aníta hefur starfað sem matreiðslumeistari síðan á síðasta ári og hefur mikla ástríðu fyrir mat og matargerð. Hún segir tófú vanmetið hráefni og deilir uppskrift sem hún segir að hafi valdið því að hörðustu kjötelskendur hafi ekki trúað sínum eigin bragðlaukum. „Ég hef í rauninni starfað við matreiðslu síðan ég var 14 ára en ég útskrifaðist með sveinsprófið árið 2013.“ Hún tók þátt í kokkakeppni þegar hún var í 9. bekk í grunnskóla og lenti í öðru sæti, eftir það var ekki aftur snúið. Hún byrjaði að vinna á veitingastað og hefur starfað á veitingastöðum víða um heim á sínum ferli.Fáar konur velja þetta starf „Þetta er erfiðisvinna, þú ert mikið að heiman svarar,“ Aníta aðspurð af hverju svona fáar konur velji þetta starf. Þetta er stress og passar kannski ekki alltaf með fjölskyldulífi. Þetta er gríðarlegt álag, erfiði og stress,“ svarar Aníta aðspurð af hverju færri konur en karlar velji þetta starf. Hún telur að það sé „klárlega“ erfiðara fyrir konur en karla að starfa sem matreiðslumeistarar. „Ég hef alveg lent í því að vera með karlmenn í vinnu sem taka mig ekki alvarlega, taka ekkert rosalega mikið mark á mér bara af því að ég er ungur kvenmaður. Þetta hefur bæði verið sagt við mig og ég skynjað það frá fólki, karlmönnum. Aftur á móti finnst öðrum þetta samt spennandi, að það sé kvenmaður við stjórnvölin. Það getur verið gríðarlega erfitt og þú þarft að hafa bein í nefinu.“ Aníta segir að það hafi verið mikið um áreitni innan þessa bransa þegar hún byrjaði en það væri minna um það núna.Upplifun að fara út að borða„RIO Reykjavík er Suður-amerískur veitingastaður sem kemur framandi og gríðarlega ferskur inn í veitingaflóruna á Íslandi. Markmiðið er að vera öðruvísi, skemmtileg og hafa gaman, bæði fyrir kúnnana og starfsfólkið. Við viljum að það sé upplifun að koma og borða. RIO er suður amerískur staður með áherslu á Brasilíu, Argentínu og Perú en asísku áhrifin koma eiginlega í gegnum Perú þar sem að matargerð í Perú er undir mjög asískum áhrifum vegna fjölda innflytjenda þar. Matreiðslan teygir sig einnig smá fyrir til norður Ameríku, nánar tiltekið til Mexíkó.“ Aníta segir að samt sem áður sé verið að nota íslenskt og ferskt hráefni, mikið af fisk og grænmeti. „Við erum með klassíska suður ameríska rétti í bland við aðra rétti þar sem við notumst við hráefni, stemningu eða aðferð í matargerðinni. MARBAR heldur ennþá sínu nafni og heldur áfram að vera með sexý og seiðandi kokteila í sama stíl og RIO Reykjavík. Staka kokteila, kokteila í könnum, frosna kokteila og hvaðeina.” Aníta segir að staðurinn hafi fengið gríðarlega góð viðbrögð en hann verður opnaður formlega í næstu viku. „Það er opnunarpartý í næstu viku, miðvikudaginn 17. janúar. Við tókum við hérna í október þegar staðurinn hét MAR og höfum í rólegheitunum verið að vinna okkur yfir í RIO en það er alltaf búið að vera opið samt sem áður. Í opnunarpartýinu verður mikið húllumhæ.“ Mikill hraði í New YorkAníta hefur starfað á mörgum veitingastöðum í Reykjavík, Chicago, New York og á Bahama eyjum og segir að það sé mjög ólíkt því að starfa erlendis eða á veitingastöðum hér á landi. „Í Bandaríkjunum er bransinn svo klikkaður, fólk vinnur oft ennþá meira en á Íslandi, sem þykir alveg ótrúlegt. Fólk gerir þetta til að halda sínum sessi í vinnu, það er mikið álag. Ég hef nú ekki séð það gerast en ég hef heyrt sögur um að fólk hafi staðið með bleyjur á vaktinni til að þurfa ekki að taka klósetthlé. Það segir ýmislegt um geðveikina sem gengur á í New York.“ Á Bahamas var stemningin gjörólík og ekki mikið um stress eða læti þar. „Þau eru dásamleg upp til hópa en gríðarlega slök. Það var svolítið erfitt fyrir klikkaða Íslendinginn að standa í svoleiðis, maður er vanur hlaupunum og brjálæðinu. Þau eru mun rólegri, þar er kannski hitinn sem veldur því enda er gríðarlega heitt þar allan ársins hring.“ Aníta segir að það sem sé betra við bransann úti sé að þar sé mikil samheldni. „Fólk samgleðst öðrum og hjálpast að. Mér finnst að samkeppnin hérna heima mætti vera fallegri, fólk mætti standa meira saman.“Lét drauma ferðamanna rætast„Í sumar var ég svo einkakokkur hjá Nordic Luxury á Íslandi. Það var virkilega spennandi en gríðarlega krefjandi í allskonar aðstæðum, til dæmis úti í skógi og uppi á jökli.“ Ferðaskrifstofan auglýsir ferðir þar sem draumar og óskir ferðamanna eru látnar rætast en miklum trúnaði er heitið. Aníta segir að furðulegustu aðstæðurnar sem hún þurfti að elda í hafi verið þegar hún gisti í skógi í fjóra daga og var einkakokkur fyrir par án þess að vera með rafmagn eða rennandi vatn. „Við gistum í tjaldi í þrettán stiga frosti. Það var samt mjög kósý“ Uppskriftir í uppáhaldi hjá Anítu:„Mér finnst skemmtilegast að borða framandi mat,“ segir Aníta. Hún segir að sífellt fleiri velji vegan og grænmetisrétti á veitingastöðum. „Það er mikil aukning, bæði hjá ferðamönnum og heimamönnum. Nú eru flestir staðir komnir með grænmetisrétti á seðil og svo auðvitað margir staðir sem eru sérhæfðir í grænmeti. Ég held að við getum alltaf gert betur í þessum málum og það verður bara spennandi hvað kemur út úr því.“ Við fengum hana til þess að deila þremur uppskriftum með lesendum Vísis, þar af einni vegan uppskrift í tilefni Veganúar. „Ég ákvað að hafa eina uppskrift af tófú, þar sem það er afskaplega vanmetið hráefni. Þessi uppskrift er búin að sjokkera marga og hörðustu kjötelskendur, þeir hafa bara ekki trúað sínum eigin bragðlaukum. Hún er örlítið „moj“ en algjörlega þess virði.” TófúAníta Ösp TófúTófúið sem notað er í þessa uppskrift þarf að vera „firm“ eða stíft tófú. Það er síðan skorið í lengjur, 1cm x 1 cm x 3 cm.200 ml olía100 gr soya sósa2 cm lemongras1 tsk chili mauk1 stk hvítlauksgeiri½ stk sítróna, safi og zest (börkurinn)1 msk sykur Þessu er öllu saman húrrað í matvinnsluvél og blandað vel saman. Síðan hellt yfir tófúið og látið standa helst yfir nótt, en þó alveg nóg að standa í 30 mín. Þá er tófúinu velt upp úr hveiti, síðan kókosmjólk og síðast en ekki síst pankó raspi... Síðan en tófúið djúpsteikt í olíu við 180°C þar til gullin brúnt. Meðlæði getur verið að alla máta, en ég mæli sterklega með einhverskonar ananas með til að fríska enn meira upp á bragðið. Hráskinku tostada með maís salsa.Aníta Ösp Hráskinku tostada með maís salsa 4 stk maís tortillur 1 bréf serrano hráskinka 4-6 msk sólþurrkað tómat mauk (má vera pestó) 1 stk mangó 150 gr maískorn 50 gr rauðlaukur – smátt skorinn 10 gr rauður chili – smátt skorinn 10 gr kóríander – smátt skorinn ½ stk lime safi Rifinn parmesan Tortillurnar eru steiktar í ágætis magni af olíu og svo settar á pappír eða stykki til að þorna. Maísnum, rauðlauk, chili, kóríander og lime blandað saman, smakkað til með salti. Síðan er sólþurrkaða tómatamaukinu smurt á stökku tortillurnar og maís salsa, smátt skorið mangó og hráskinka sett ofaná og nóg af rifnum parmesan yfir. Það er ekki flóknara en það. Ástríðuávaxta ísAníta Ösp Ástríðuávaxta ís 1 dós sæt mjólk (condensed milk) 1 ½ bolli ástríðuávaxta púrra 2 bollar rjómi – ííískaldur Sæta mjólkin og ástríðuávaxta púrran hrærð saman. Rjóminn þeyttur, aðeins meira en léttþeyttur. Þá er mjólkur og ástríðuávaxta blöndunni bætt rólega út í og blandað saman með sleikju. Passa þarf að hræra ekki of mikið til að missa ekki lyftinguna í rjómanum. Frysta og njóta. Gott trix til að forðast ískristalla ofan á ísnum er a taka smjörpappír, skera hann í stærðina sem er á ísboxinu þínu og pressa honum létt ofan á ísinn, loka boxinu svo vel.Ísinn er sjúklega góður einn og sér, en á meðfylgjandi mynd paraði ég hann við súkkulaðiköku.
Eftirréttir Ís Tófú Uppskriftir Vefjur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira