Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður. MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður.
MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08