Mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 24. janúar 2018 12:57 Veðurstofan vaktar Seyðisfjörð sérstaklega vegna snjóflóðahættu. Vísir Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld Seyðisfjörður Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Sjá meira
Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Sjá meira