Rúmlega 80 prósent lóða frá borginni fyrir leiguíbúðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Félagsstofnun stúdenta er þegar byrjuð að byggja 244 íbúðir við Sæmundargötu í Vatnsmýri. Vísir/Hanna Á síðasta ári úthlutaði Reykjavíkurborg lóðum fyrir 1.711 íbúðir. Þar af var 1.422 lóðum úthlutað til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en þar eru íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara og lágtekjufólk í meirihluta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Því eru nær 83 prósent lóðaúthlutana séu til slíkra félaga. Í tilkynningunni kemur fram að meirihluti lóðanna sé ekki á hefðbundnum þéttingarreitum í miðborginni. Uppbyggingin muni hins vegar þétta byggð. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir ánægjulegt að sjá lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar aukast. „Einkum er ánægjulegt að sjá að stærstu úthlutanirnar fara til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og munu bjóða fram leiguíbúðir fyrir hópa sem eiga erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði.“ Hún segir Íbúðalánasjóð ekki hafa lagt mat á hvað vanti margar íbúðir í borginni, en miðað við áætlun sem gefin var út síðasta vor vantaði hátt í 5.000 íbúðir á landsvísu til að jafnvægi næðist á markaði. Þeir byggingaverktakar sem blaðið ræddi við eru ekki sáttir við stöðuna og segja að það sárvanti lóðir í Reykjavík á almennan markað. „Það er eiginlega ekkert að hafa af lóðum hjá borginni. Þetta fer eiginlega allt í félagslega kerfið. Hinn hlutinn situr eftir,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gunnars og Gylfa. „Til að þessi markaður verði í jafnvægi þarf íbúðir fyrir fólk sem er að fara af stað og vill eiga íbúðir. En þetta er ekki í boði,“ segir Gunnar. Hann segir BYGG vera að klára Sjálandshverfið í Garðabæ og verið sé að byrja á nýju bryggjuhverfi í Kópavogi. Þá sé verið að byggja í Lundinum. Skipulag Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Á síðasta ári úthlutaði Reykjavíkurborg lóðum fyrir 1.711 íbúðir. Þar af var 1.422 lóðum úthlutað til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en þar eru íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara og lágtekjufólk í meirihluta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Því eru nær 83 prósent lóðaúthlutana séu til slíkra félaga. Í tilkynningunni kemur fram að meirihluti lóðanna sé ekki á hefðbundnum þéttingarreitum í miðborginni. Uppbyggingin muni hins vegar þétta byggð. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir ánægjulegt að sjá lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar aukast. „Einkum er ánægjulegt að sjá að stærstu úthlutanirnar fara til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og munu bjóða fram leiguíbúðir fyrir hópa sem eiga erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði.“ Hún segir Íbúðalánasjóð ekki hafa lagt mat á hvað vanti margar íbúðir í borginni, en miðað við áætlun sem gefin var út síðasta vor vantaði hátt í 5.000 íbúðir á landsvísu til að jafnvægi næðist á markaði. Þeir byggingaverktakar sem blaðið ræddi við eru ekki sáttir við stöðuna og segja að það sárvanti lóðir í Reykjavík á almennan markað. „Það er eiginlega ekkert að hafa af lóðum hjá borginni. Þetta fer eiginlega allt í félagslega kerfið. Hinn hlutinn situr eftir,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gunnars og Gylfa. „Til að þessi markaður verði í jafnvægi þarf íbúðir fyrir fólk sem er að fara af stað og vill eiga íbúðir. En þetta er ekki í boði,“ segir Gunnar. Hann segir BYGG vera að klára Sjálandshverfið í Garðabæ og verið sé að byrja á nýju bryggjuhverfi í Kópavogi. Þá sé verið að byggja í Lundinum.
Skipulag Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira