Diane Keaton trúir Woody Allen Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 16:13 Diane Keaton trúir vini sínum Woody Allen. vísir/getty Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, hefur sakað föður sinn um að beita sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn. Allen hefur staðfastlega neitað ásökununum en dóttir hans hefur undanfarið rifjað málið upp í tengslum við MeToo-byltinguna og átakið Time‘s Up. Þannig fór Dylan Farrow í fyrsta sjónvarpsviðtal vegna málsins fyrr í þessum mánuði. „Woody Allen er vinur minn og ég trúi honum enn,“ segir Keaton á Twitter-síðu sinni og bendir fólki á að horfa á viðtal við Allen sem tekið var við hann í fréttaskýringarþættinum 60 mínútur árið 1992. Keaton vann Óskarsverðlaun árið 1977 fyrir hlutverk sitt í mynd Allen, Annie Hall. Þá áttu þau í ástarsambandi á 8. áratugnum. Yfirlýsing Keaton nú kemur í kjölfar þess að ýmsar leikkonur hafa sagt að þær muni aldrei aftur vinna með leikaranum. Þar á meðal eru þær Greta Gerwig og Mira Sorvino. Woody Allen is my friend and I continue to believe him. It might be of interest to take a look at the 60 Minute interview from 1992 and see what you think. https://t.co/QVQIUxImB1— Diane Keaton (@Diane_Keaton) January 29, 2018 MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45 Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni. 29. janúar 2018 22:15 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, hefur sakað föður sinn um að beita sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn. Allen hefur staðfastlega neitað ásökununum en dóttir hans hefur undanfarið rifjað málið upp í tengslum við MeToo-byltinguna og átakið Time‘s Up. Þannig fór Dylan Farrow í fyrsta sjónvarpsviðtal vegna málsins fyrr í þessum mánuði. „Woody Allen er vinur minn og ég trúi honum enn,“ segir Keaton á Twitter-síðu sinni og bendir fólki á að horfa á viðtal við Allen sem tekið var við hann í fréttaskýringarþættinum 60 mínútur árið 1992. Keaton vann Óskarsverðlaun árið 1977 fyrir hlutverk sitt í mynd Allen, Annie Hall. Þá áttu þau í ástarsambandi á 8. áratugnum. Yfirlýsing Keaton nú kemur í kjölfar þess að ýmsar leikkonur hafa sagt að þær muni aldrei aftur vinna með leikaranum. Þar á meðal eru þær Greta Gerwig og Mira Sorvino. Woody Allen is my friend and I continue to believe him. It might be of interest to take a look at the 60 Minute interview from 1992 and see what you think. https://t.co/QVQIUxImB1— Diane Keaton (@Diane_Keaton) January 29, 2018
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45 Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni. 29. janúar 2018 22:15 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45
Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni. 29. janúar 2018 22:15
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42