Hátæknivæddur A-Class frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2018 09:55 Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti með nýjum A-Class og hefur hlaðið hann nýjustu tækni. Nýr Mercedes-Benz A-Class var heimsfrumsýndur í Amsterdam á dögunum. Þetta er minnsti bíll Mercedes-Benz en hann hefur nú breyst talsvert í hinni upprunalegu hlaðbaksútgáfu (hatchback) þ.e. fjögurra dyra með afturhlera. Síðar á árinu verður A-Class auk þess í boði í glænýrri stallbaksútfærslu (sedan) en þannig hefur hann aldrei verið framleiddur áður. Báðar útfærslur eru væntanlegar til Íslands í lok sumars. A-Class hefur stækkað aðeins, breikkað og lengst svo pláss fyrir farþega og farangur er því meira en í forveranum. Innanrými bílsins er sérlega vel hannað og vandað og tæknin í bílnum er byltingakennd fyrir bíl í þessum stærðarflokki. A-Class er orðin hátæknivæddur eins og stærri lúxusbílar Mercedes-Benz, E-Class og flaggskipið S-Class. A-Class er nú m.a. kominn með hinu magnaða Intelligent Drive sem er í S-Class bílnum og veitir ökumanni og farþegum mikil þægindi í akstrinum. Innanrýmið svipar til stærri lúxusbíla Mercedes-Benz með stórum og breiðum skjá. Þá er bíllinn með hinu nýja og háþróaða raddstýringarbúnaði Hey Mercedes sem þýski lúxusbílaframleiðandinn hyggst setja í alla nýja bíla sína á næstunni. Tvær vélar verða í boði í hinum nýja A-Class til að byrja með. Annars vegar A 180d með 116 hestafla dísilvél sem er 10,8 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Togið er 260 Nm og eyðslan er frá 4,1 l/100 km. Hins vegar er A 200 með 163 hestafla bensínvél en hann er 8 sekúndur í hundraðið. Togið er 250 Nm og eyðslan er frá 5,1 l/100 km. Innan skammst kemur síðan A 250 sem er talsvert aflmeiri bíll. A-Class kemur einnig í AMG útfærslu en það verður þó ekki fyrr en um næstu áramót. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Nýr Mercedes-Benz A-Class var heimsfrumsýndur í Amsterdam á dögunum. Þetta er minnsti bíll Mercedes-Benz en hann hefur nú breyst talsvert í hinni upprunalegu hlaðbaksútgáfu (hatchback) þ.e. fjögurra dyra með afturhlera. Síðar á árinu verður A-Class auk þess í boði í glænýrri stallbaksútfærslu (sedan) en þannig hefur hann aldrei verið framleiddur áður. Báðar útfærslur eru væntanlegar til Íslands í lok sumars. A-Class hefur stækkað aðeins, breikkað og lengst svo pláss fyrir farþega og farangur er því meira en í forveranum. Innanrými bílsins er sérlega vel hannað og vandað og tæknin í bílnum er byltingakennd fyrir bíl í þessum stærðarflokki. A-Class er orðin hátæknivæddur eins og stærri lúxusbílar Mercedes-Benz, E-Class og flaggskipið S-Class. A-Class er nú m.a. kominn með hinu magnaða Intelligent Drive sem er í S-Class bílnum og veitir ökumanni og farþegum mikil þægindi í akstrinum. Innanrýmið svipar til stærri lúxusbíla Mercedes-Benz með stórum og breiðum skjá. Þá er bíllinn með hinu nýja og háþróaða raddstýringarbúnaði Hey Mercedes sem þýski lúxusbílaframleiðandinn hyggst setja í alla nýja bíla sína á næstunni. Tvær vélar verða í boði í hinum nýja A-Class til að byrja með. Annars vegar A 180d með 116 hestafla dísilvél sem er 10,8 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Togið er 260 Nm og eyðslan er frá 4,1 l/100 km. Hins vegar er A 200 með 163 hestafla bensínvél en hann er 8 sekúndur í hundraðið. Togið er 250 Nm og eyðslan er frá 5,1 l/100 km. Innan skammst kemur síðan A 250 sem er talsvert aflmeiri bíll. A-Class kemur einnig í AMG útfærslu en það verður þó ekki fyrr en um næstu áramót.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent