„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 16:49 Ron Johnson hefur áður þurft að draga í land með kenningar um samsæri gegn Trump forseta. Vísir/AFP Skilaboð sem tveir starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI sendu sín á milli um áhuga Barack Obama, þáverandi forseta, á störfum þeirra vörðuð rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum en ekki á Hillary Clinton. Fjölmiðlar hliðhollir Trump ýjuðu sterklega að því síðarnefnda og Trump sjálfur kallaði skilaboðin „bombu“ í tísti. „NÝ FBI SKILABOÐ ERU BOMBA!“ tísti Trump í gær. Vísaði hann þar til fréttaflutnings hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox News um textaskilaboð tveggja starfsmanna FBI sem mikið hefur verið fjallað um vestanhafs síðustu vikur. Mikla athygli vakti þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, fjarlægði Peter Strzok úr teymi sínu. Þá hafði Strzok orðið uppvís að því að hafa skipst á neikvæðum skilaboðum um Trump við Lisu Page, samstarfskonu hans, á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Strzok og Page áttu þá í leynilegu ástarsambandi. Skilaboðin hafa síðan verið gerð opinber. Í skilaboðum frá 1. september það ár vísaði Page til fundar hjá FBI vegna þess að Obama, þáverandi forseti, vildi „vita allt um það sem við erum að gera“. Strzok vann bæði við rannsóknina á Clinton og síðar Rússarannsóknina þar til hann var færður til í starfi. Trump fullyrti meðal annars að Strzok hefði framið „landráð“ með skilaboðunum í viðtali við Wall Street Journal á dögunum.Fréttin hrakin síðar sama dagFox News birti frétt upp úr skilaboðunum sem Ron Johnson, þingmaður repúblikana, opinberaði í skýrslu á þriðjudag. Johnson hélt því fram að skilaboðin sýndu mögulega að Obama hafi verið með puttana í rannsókn FBI á tölvupóstnotkun Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. Trump hefur ítrekað fullyrt að ekki hafi verið allt með felldu í þeirri rannsókn og að Clinton ætti að vera í fangelsi.Mikið fár hefur skapast um skilaboð Peters Strzok við hjákonu sína Lisu Page árið 2016. Þá töluðu þau neikvætt um Trump en einnig fleiri frambjóðendur.Vísir/AFPFréttin fór svo sem eldur í sinu um hægrisinnaða fjölmiðla sem tala máli Trump. Fox virðist ekki hafa leitað eftir viðbrögðum frá Obama eða fyrrverandi starfsliði hans vegna fréttarinnar. Grundvöllur fréttar Fox brást síðar sama dag. Wall Street Journal sagði fyrst frá því að áhugi Obama á störfum FBI hafi beinst að rannsókn stofnunarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Álitsgjafar Fox héldu engu að síður áfram að ræða samsæriskenninguna áfram.Passar ekki við tímalínu atburðaCNN-fréttastöðin bendir á að Page sendi skilaboðin eftir að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton lauk en áður en hún var opnuð aftur í skamman tíma rétt fyrir kjördag. Þau voru aftur á móti send aðeins tveimur dögum áður en Obama gekk á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum. Fyrrverandi starfsmaður Obama segir kenninguna um að skilaboðin hafi tengst rannsókninni á Clinton „algera vitleysu“ sem passi ekki við tímalínu atburða. Heimildarmaður CNN sem tengist Strzok tekur undir að áhugi Obama hafi beinst að því sem FBI var að gera í afskiptum Rússa. Þá kemur fram í frétt CNN að þetta er ekki í fyrsta skipti sem samsæriskenning sem þingmaðurinn setur fram reynist reist á sandi. Skammt er síðan hann fullyrti að skilaboð Strzok og Page sýndu fram á „leynifélag“ hafi verið innan FBI sem ynni gegn Trump forseta. Johnson lagði þá kenningu á hilluna eftir að í ljós kom að skilaboðin sem hann túlkaði þannig hafi í raun snúist um dagatöl með myndum af Pútín Rússlandsforseta sem starfsmenn FBI skiptust á í gríni þegar Rússarannsóknin var á frumstigi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Skilaboð sem tveir starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI sendu sín á milli um áhuga Barack Obama, þáverandi forseta, á störfum þeirra vörðuð rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum en ekki á Hillary Clinton. Fjölmiðlar hliðhollir Trump ýjuðu sterklega að því síðarnefnda og Trump sjálfur kallaði skilaboðin „bombu“ í tísti. „NÝ FBI SKILABOÐ ERU BOMBA!“ tísti Trump í gær. Vísaði hann þar til fréttaflutnings hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox News um textaskilaboð tveggja starfsmanna FBI sem mikið hefur verið fjallað um vestanhafs síðustu vikur. Mikla athygli vakti þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, fjarlægði Peter Strzok úr teymi sínu. Þá hafði Strzok orðið uppvís að því að hafa skipst á neikvæðum skilaboðum um Trump við Lisu Page, samstarfskonu hans, á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Strzok og Page áttu þá í leynilegu ástarsambandi. Skilaboðin hafa síðan verið gerð opinber. Í skilaboðum frá 1. september það ár vísaði Page til fundar hjá FBI vegna þess að Obama, þáverandi forseti, vildi „vita allt um það sem við erum að gera“. Strzok vann bæði við rannsóknina á Clinton og síðar Rússarannsóknina þar til hann var færður til í starfi. Trump fullyrti meðal annars að Strzok hefði framið „landráð“ með skilaboðunum í viðtali við Wall Street Journal á dögunum.Fréttin hrakin síðar sama dagFox News birti frétt upp úr skilaboðunum sem Ron Johnson, þingmaður repúblikana, opinberaði í skýrslu á þriðjudag. Johnson hélt því fram að skilaboðin sýndu mögulega að Obama hafi verið með puttana í rannsókn FBI á tölvupóstnotkun Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. Trump hefur ítrekað fullyrt að ekki hafi verið allt með felldu í þeirri rannsókn og að Clinton ætti að vera í fangelsi.Mikið fár hefur skapast um skilaboð Peters Strzok við hjákonu sína Lisu Page árið 2016. Þá töluðu þau neikvætt um Trump en einnig fleiri frambjóðendur.Vísir/AFPFréttin fór svo sem eldur í sinu um hægrisinnaða fjölmiðla sem tala máli Trump. Fox virðist ekki hafa leitað eftir viðbrögðum frá Obama eða fyrrverandi starfsliði hans vegna fréttarinnar. Grundvöllur fréttar Fox brást síðar sama dag. Wall Street Journal sagði fyrst frá því að áhugi Obama á störfum FBI hafi beinst að rannsókn stofnunarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Álitsgjafar Fox héldu engu að síður áfram að ræða samsæriskenninguna áfram.Passar ekki við tímalínu atburðaCNN-fréttastöðin bendir á að Page sendi skilaboðin eftir að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton lauk en áður en hún var opnuð aftur í skamman tíma rétt fyrir kjördag. Þau voru aftur á móti send aðeins tveimur dögum áður en Obama gekk á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum. Fyrrverandi starfsmaður Obama segir kenninguna um að skilaboðin hafi tengst rannsókninni á Clinton „algera vitleysu“ sem passi ekki við tímalínu atburða. Heimildarmaður CNN sem tengist Strzok tekur undir að áhugi Obama hafi beinst að því sem FBI var að gera í afskiptum Rússa. Þá kemur fram í frétt CNN að þetta er ekki í fyrsta skipti sem samsæriskenning sem þingmaðurinn setur fram reynist reist á sandi. Skammt er síðan hann fullyrti að skilaboð Strzok og Page sýndu fram á „leynifélag“ hafi verið innan FBI sem ynni gegn Trump forseta. Johnson lagði þá kenningu á hilluna eftir að í ljós kom að skilaboðin sem hann túlkaði þannig hafi í raun snúist um dagatöl með myndum af Pútín Rússlandsforseta sem starfsmenn FBI skiptust á í gríni þegar Rússarannsóknin var á frumstigi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30