Prjónuðu bangsarnir veita börnum huggun í erfiðum aðstæðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:15 Arndís Hilmarsdóttir og Brynja Bjarnadóttir afhentu 82 nýja bangsa fyrir jólin. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira