Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:25 Reinhard Marx, kardínáli. vísir/getty Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“ Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“
Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15