Monster Hunter World: Skrímslin falla í tugatali Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 10:30 Monster Hunter World er eins og nafnið gefur til kynna leikur þar sem spilarar veiða skrímsli. Vísir/Capcom Monster Hunter World er eins og nafnið gefur til kynna leikur þar sem spilarar veiða skrímsli. Það geta þeir gert einir eða með þremur vinum. MHW er sjötti leikurinn í Monster Hunter seríunni. Sá fyrsti kom út á PS2 árið 2004. Síðan þá hafa leikirnir komið út á Nintendo Wii og Nintendo 3DS. Nú kom hann út á PS4, Xbox One og stefnt er að því að gefa hann einnig út á PC. Leikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda í Japan en ég er þeirri gæfu gæddur að hafa ekki einu sinni vitað af gömlu leikjunum áður en ég vissi að þessi væri að koma út. Þannig kem ég alveg ferskur inn í þessa seríu og ég hugsaði upprunalega að það væri kostur. Svo reyndist þó ekki vera.Það fyrsta sem ég velti fyrir mér um MHW skaust upp í kollinn á mér þegar ég var að búa til veiðimanninn minn og það var: „Djöfull hlýtur að vera erfitt að vera hárgreiðslumaður í Japan. Eru svona hárgreiðslur algengar á götum Tokyo?“ Svo var veiðimaðurinn minn klár og þá þurfti ég að búa til kött sem stendur á tveimur fótum. „Hmm? Svolítið undarlegt en ókei,“ hugsaði ég þá. Kötturinn er klæddur í brynju, með gleraugu og bakpoka. Svokallaður Palico, en hann fylgir veiðimanninum mínum um heiminn og styður við bakið á honum.Flókið samspil valmynda Þá tók leikurinn við og það leið ógnvænlega stuttur tími þar til ég áttaði mig á því að vissi nákvæmlega ekkert hvað ég var að gera. Sá mikli fjöldi valmynda og möguleika sem ég þurfti að læra á var í fyrstu allt of mikið fyrir minn litla heila til að ráða við. Valmyndirnar snúa ekki eingöngu að svokölluðu „inventory“ heldur einnig að þeim verkefnum sem spilarar fá í Astera, nokkurs konar höfuðborg leiksins, hliðarverkefnum, rannsóknum og fleira.Skrímsli Monster Hunter World eru fjölbreytt og skemmtileg.Vísir/CapcomÉg veit ekki hvað ég var lengi að ganga frá fyrsta skrímslinu mínu, en það var of lengi. Aðal ástæðan var sú að ég vissi ekki að maður þyrfti að brýna sverðið sitt af og til. Eftir því sem ég best veit hafði það hvergi komið fram og ég komst að því fyrir slysni þegar ég var að leita í bakpoka veiðimanns míns að einhverjum drykk sem gæti hjálpað mér. Það sem ég græddi þó á þeirri tímasóun var að lesa skrímslið. Fylgjast með því og sjá hvað það væri að fara að gera svo ég gæti komið mér undan árásum þess. Það er mjög mikilvægt, því öll skrímsli eru sérstök. Það tekur mikinn tíma að læra almennilega á leikinn og ég er ekki viss um að ég sé búinn að því enn. Alveg örugglega ekki.Drepa, hamfletta, smíða, endurtaka Í grunninn þá snýst MHW um að drepa skrímsli, nota líkamshluta þess skrímslis til að búa til betri vopn svo þú getir drepið annað og stærra skrímsli og svo koll af kolli. Í stað þess að uppfæra veiðimanninn eins og gengur og gerist í svona leikjum, uppfæra spilarar þess í stað brynjur og vopn veiðimannsins. Það felst töluverð endurtekning í þessu en það sem bjargar því alfarið er fjölbreytileiki þeirra dýra sem spilarar eru að veiða. Þau eru öll mismunandi, með mismunandi árásir og jafnvel persónuleika. Sömuleiðis er flott hve mörg vopn eru til boða fyrir spilara. Þau eru fjórtán talsins og er gífurlega mikill munur á því hvernig þau eru notuð. Það að skipta um vopn virkar nánast eins og að fara í nýjan leik.MHW lítur mjög vel út. Söguheimurinn er mjög flottur og það er mikil innlifun falin í því að ganga um fallegt umhverfi heimsins og leita að mis-saklausum dýrum til að drepa Það sem er þó verra er sagan. Ég átta mig ekki alveg á því af hverju ég er að drepa öll þessi dýr. Nema þá til þess að rannsaka þau og landið. Ég veit að það er einhver rosalegur dreki, sem mér sýnist samt ekki líta út eins og dreki. Hann lítur frekar út eins og eldfjall og ég skil það og hann engan veginn. Mér er svo sem alveg sama. Þetta er skemmtilegt. Mér finnst andi leiksins einnig vera honum til trafala en það er að mestu bara persónuleg skoðun mín. Stór hópur harðkjarna veiðimanna er fastur í nýju landi þar sem þeir þurfa að berjast fyrir lífinu gegn stórum og stórhættulegum skrímslum. Samt virðist allt vera einn stór brandari og einhverjir furðulegir kettir eru endalaust að segja einhverja brandara, sem eru nánast allir á þessa leið: „That was purr-fect“. Ég flissaði kannski aðeins fyrst, ekki segja neinum, en eftir tuttugu skipti var þetta farið að fara óstjórnanlega í taugarnar á mér.Samantekt-ish Til að reyna að taka þetta saman, þá ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með Monster Hunter World, ef hinn sami er tilbúinn til að gefa sér góðan tíma í hann og þó hann sé stundum pirrandi. Hann lítur vel út og það er skemmtilegt að veiða skrímsli leiksins, sem er lykilatriði þar sem leikurinn snýst um það að veiða skrímsli. Ég prófaði þó reyndar ekki að spila leikinn með vini, sem gerir hann án efa mun skemmtilegri. Fjölbreytileiki skrímslanna hjálpar til svo manni finnst ekki eins og maður sé að „grinda“ eins og það er kallað, þó verkefnin séu flest öll þau sömu: „Hei þú. Farðu og dreptu þetta skrímsli.“ Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Player Unknowns Battlegrounds: Hin allra besta kjúklingamáltíð Þó Player Unkowns Battlegrounds hafi verið í spilun um margra mánaða skeið kom full útgáfa leiksins þó ekki út fyrr en skömmu fyrir áramót. 3. janúar 2018 08:45 Lego Marvel Super Heroes 2: Berja, brjóta, byggja og opna Stærsti galli LMSH 2 er að hann er Lego leikur. Það er reyndar líka helsti kostur leiksins en það er lítið sem ekkert sveigt frá Legoleikja formúlunni sem er orðin frekar þreytt. 28. nóvember 2017 13:45 Star Wars Battlefront 2: Peningaplokk byggt á góðum grunni Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. 21. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Monster Hunter World er eins og nafnið gefur til kynna leikur þar sem spilarar veiða skrímsli. Það geta þeir gert einir eða með þremur vinum. MHW er sjötti leikurinn í Monster Hunter seríunni. Sá fyrsti kom út á PS2 árið 2004. Síðan þá hafa leikirnir komið út á Nintendo Wii og Nintendo 3DS. Nú kom hann út á PS4, Xbox One og stefnt er að því að gefa hann einnig út á PC. Leikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda í Japan en ég er þeirri gæfu gæddur að hafa ekki einu sinni vitað af gömlu leikjunum áður en ég vissi að þessi væri að koma út. Þannig kem ég alveg ferskur inn í þessa seríu og ég hugsaði upprunalega að það væri kostur. Svo reyndist þó ekki vera.Það fyrsta sem ég velti fyrir mér um MHW skaust upp í kollinn á mér þegar ég var að búa til veiðimanninn minn og það var: „Djöfull hlýtur að vera erfitt að vera hárgreiðslumaður í Japan. Eru svona hárgreiðslur algengar á götum Tokyo?“ Svo var veiðimaðurinn minn klár og þá þurfti ég að búa til kött sem stendur á tveimur fótum. „Hmm? Svolítið undarlegt en ókei,“ hugsaði ég þá. Kötturinn er klæddur í brynju, með gleraugu og bakpoka. Svokallaður Palico, en hann fylgir veiðimanninum mínum um heiminn og styður við bakið á honum.Flókið samspil valmynda Þá tók leikurinn við og það leið ógnvænlega stuttur tími þar til ég áttaði mig á því að vissi nákvæmlega ekkert hvað ég var að gera. Sá mikli fjöldi valmynda og möguleika sem ég þurfti að læra á var í fyrstu allt of mikið fyrir minn litla heila til að ráða við. Valmyndirnar snúa ekki eingöngu að svokölluðu „inventory“ heldur einnig að þeim verkefnum sem spilarar fá í Astera, nokkurs konar höfuðborg leiksins, hliðarverkefnum, rannsóknum og fleira.Skrímsli Monster Hunter World eru fjölbreytt og skemmtileg.Vísir/CapcomÉg veit ekki hvað ég var lengi að ganga frá fyrsta skrímslinu mínu, en það var of lengi. Aðal ástæðan var sú að ég vissi ekki að maður þyrfti að brýna sverðið sitt af og til. Eftir því sem ég best veit hafði það hvergi komið fram og ég komst að því fyrir slysni þegar ég var að leita í bakpoka veiðimanns míns að einhverjum drykk sem gæti hjálpað mér. Það sem ég græddi þó á þeirri tímasóun var að lesa skrímslið. Fylgjast með því og sjá hvað það væri að fara að gera svo ég gæti komið mér undan árásum þess. Það er mjög mikilvægt, því öll skrímsli eru sérstök. Það tekur mikinn tíma að læra almennilega á leikinn og ég er ekki viss um að ég sé búinn að því enn. Alveg örugglega ekki.Drepa, hamfletta, smíða, endurtaka Í grunninn þá snýst MHW um að drepa skrímsli, nota líkamshluta þess skrímslis til að búa til betri vopn svo þú getir drepið annað og stærra skrímsli og svo koll af kolli. Í stað þess að uppfæra veiðimanninn eins og gengur og gerist í svona leikjum, uppfæra spilarar þess í stað brynjur og vopn veiðimannsins. Það felst töluverð endurtekning í þessu en það sem bjargar því alfarið er fjölbreytileiki þeirra dýra sem spilarar eru að veiða. Þau eru öll mismunandi, með mismunandi árásir og jafnvel persónuleika. Sömuleiðis er flott hve mörg vopn eru til boða fyrir spilara. Þau eru fjórtán talsins og er gífurlega mikill munur á því hvernig þau eru notuð. Það að skipta um vopn virkar nánast eins og að fara í nýjan leik.MHW lítur mjög vel út. Söguheimurinn er mjög flottur og það er mikil innlifun falin í því að ganga um fallegt umhverfi heimsins og leita að mis-saklausum dýrum til að drepa Það sem er þó verra er sagan. Ég átta mig ekki alveg á því af hverju ég er að drepa öll þessi dýr. Nema þá til þess að rannsaka þau og landið. Ég veit að það er einhver rosalegur dreki, sem mér sýnist samt ekki líta út eins og dreki. Hann lítur frekar út eins og eldfjall og ég skil það og hann engan veginn. Mér er svo sem alveg sama. Þetta er skemmtilegt. Mér finnst andi leiksins einnig vera honum til trafala en það er að mestu bara persónuleg skoðun mín. Stór hópur harðkjarna veiðimanna er fastur í nýju landi þar sem þeir þurfa að berjast fyrir lífinu gegn stórum og stórhættulegum skrímslum. Samt virðist allt vera einn stór brandari og einhverjir furðulegir kettir eru endalaust að segja einhverja brandara, sem eru nánast allir á þessa leið: „That was purr-fect“. Ég flissaði kannski aðeins fyrst, ekki segja neinum, en eftir tuttugu skipti var þetta farið að fara óstjórnanlega í taugarnar á mér.Samantekt-ish Til að reyna að taka þetta saman, þá ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með Monster Hunter World, ef hinn sami er tilbúinn til að gefa sér góðan tíma í hann og þó hann sé stundum pirrandi. Hann lítur vel út og það er skemmtilegt að veiða skrímsli leiksins, sem er lykilatriði þar sem leikurinn snýst um það að veiða skrímsli. Ég prófaði þó reyndar ekki að spila leikinn með vini, sem gerir hann án efa mun skemmtilegri. Fjölbreytileiki skrímslanna hjálpar til svo manni finnst ekki eins og maður sé að „grinda“ eins og það er kallað, þó verkefnin séu flest öll þau sömu: „Hei þú. Farðu og dreptu þetta skrímsli.“
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Player Unknowns Battlegrounds: Hin allra besta kjúklingamáltíð Þó Player Unkowns Battlegrounds hafi verið í spilun um margra mánaða skeið kom full útgáfa leiksins þó ekki út fyrr en skömmu fyrir áramót. 3. janúar 2018 08:45 Lego Marvel Super Heroes 2: Berja, brjóta, byggja og opna Stærsti galli LMSH 2 er að hann er Lego leikur. Það er reyndar líka helsti kostur leiksins en það er lítið sem ekkert sveigt frá Legoleikja formúlunni sem er orðin frekar þreytt. 28. nóvember 2017 13:45 Star Wars Battlefront 2: Peningaplokk byggt á góðum grunni Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. 21. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Player Unknowns Battlegrounds: Hin allra besta kjúklingamáltíð Þó Player Unkowns Battlegrounds hafi verið í spilun um margra mánaða skeið kom full útgáfa leiksins þó ekki út fyrr en skömmu fyrir áramót. 3. janúar 2018 08:45
Lego Marvel Super Heroes 2: Berja, brjóta, byggja og opna Stærsti galli LMSH 2 er að hann er Lego leikur. Það er reyndar líka helsti kostur leiksins en það er lítið sem ekkert sveigt frá Legoleikja formúlunni sem er orðin frekar þreytt. 28. nóvember 2017 13:45
Star Wars Battlefront 2: Peningaplokk byggt á góðum grunni Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. 21. nóvember 2017 11:00