Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:35 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira