Brexit: Viðræður hafnar um að tryggja stöðu Íslendinga í Bretlandi Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 11:09 Alls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Vísir/Getty Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð. Brexit Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð.
Brexit Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira