Olís-deildirnar og Píeta samtökin í samstarf til styrktar forvörnum gegn sjálfsvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 17:45 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram sjást hér með forsetafrúnni Elízu Reid og Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís. Vísir//Hanna Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira