Segir umræðu um endurgreiðslur til þingmanna að mörgu leyti á villigötum Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. febrúar 2018 20:30 Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29