Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 11:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Setji það einnig nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sínu á Alþingi í gær. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram í að frumvarpið sé fyrst og fremst liður í því að samræma löggjöf og reglur Evrópuríkja í þessum efnum eins og kveðið er á um í Evróputilskipun þar að lútandi. Annars vegar er lagt til að settar verði heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, auk ákvæða um eftirlit með slíku. Hins vegar eru lögð til ákvæði um heimildir til notkunar rafrettna. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís hefur sagt að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum.Ráðherra segir að frumvarpið sé ólíkt máli forvera síns, Óttars Proppé.Stöð 2/AdelinaFólk geti treyst merkingum og innihaldslýsingum Verði frumvarpið að lögum verður í fyrsta sinn veitt almenn heimild fyrir innflutningi, dreifingu og sölu á rafrettum og áfyllingum fyrir þær hér á landi, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki. Svandís segir mikilvægt að fólk átti sig á þessu, því samkvæmt gildandi lyfjalögum sé óheimilt að selja rafrettur með fyllingum sem innihalda nikótín nema fyrir liggi markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. „Stundum hefur mátt skilja umræðuna um rafrettur hér á landi á þá lund að setning löggjafar þar að lútandi sé fyrst og fremst til þess fallin að leggja stein í götu þeirra sem vilja hætta hefðbundnum tóbaksreykingum og nýta sér rafrettur til þess. Þetta er fjarri lagi. Sú löggjöf sem hér er lögð til, með frumvarpi því sem hér er til umræðu, skapar umhverfi sem mun í fyrsta sinn stuðla að löglegum innflutningi þessarar vöru. Því fylgir bætt neytendavernd þar sem fólk getur fremur en áður treyst merkingum og innihaldslýsingum. Síðast en ekki síst verða settar nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut“ sagði Svandís Svavarsdóttir meðal annars í ræðu sinni þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Setji það einnig nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sínu á Alþingi í gær. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram í að frumvarpið sé fyrst og fremst liður í því að samræma löggjöf og reglur Evrópuríkja í þessum efnum eins og kveðið er á um í Evróputilskipun þar að lútandi. Annars vegar er lagt til að settar verði heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, auk ákvæða um eftirlit með slíku. Hins vegar eru lögð til ákvæði um heimildir til notkunar rafrettna. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís hefur sagt að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum.Ráðherra segir að frumvarpið sé ólíkt máli forvera síns, Óttars Proppé.Stöð 2/AdelinaFólk geti treyst merkingum og innihaldslýsingum Verði frumvarpið að lögum verður í fyrsta sinn veitt almenn heimild fyrir innflutningi, dreifingu og sölu á rafrettum og áfyllingum fyrir þær hér á landi, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki. Svandís segir mikilvægt að fólk átti sig á þessu, því samkvæmt gildandi lyfjalögum sé óheimilt að selja rafrettur með fyllingum sem innihalda nikótín nema fyrir liggi markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. „Stundum hefur mátt skilja umræðuna um rafrettur hér á landi á þá lund að setning löggjafar þar að lútandi sé fyrst og fremst til þess fallin að leggja stein í götu þeirra sem vilja hætta hefðbundnum tóbaksreykingum og nýta sér rafrettur til þess. Þetta er fjarri lagi. Sú löggjöf sem hér er lögð til, með frumvarpi því sem hér er til umræðu, skapar umhverfi sem mun í fyrsta sinn stuðla að löglegum innflutningi þessarar vöru. Því fylgir bætt neytendavernd þar sem fólk getur fremur en áður treyst merkingum og innihaldslýsingum. Síðast en ekki síst verða settar nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut“ sagði Svandís Svavarsdóttir meðal annars í ræðu sinni þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00
Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08