Sláandi myndband sýnir hættulegan framúrakstur á Reykjanesbrautinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 20:10 Skjáskot úr myndbandinu sem Guðmundur birti í dag. Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar. Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar.
Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19