Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 16:32 Áskorunin var afhent forsætisráðherra fyrr í dag. Vísir/Hanna Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00