Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2018 09:21 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Sæbraut var lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á áttunda tímanum í morgun. Sendiferðabíll Stjörnugríss valt á Sæbraut en verið var að flytja um 120 bútaða grísi. Afurðin endaði öll í götunni og við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut til klukkan 10 í morgun. Við það myndaðist mikil umferðarteppa á Miklubraut og áleiðis upp í Mosfellsbæ þar sem ökumenn sátu fastir í töluverðan tíma.Sýnist eins og að vagn haf losnað af eða eitthvað. pic.twitter.com/LHNKgJxqS6— Omar Hauksson (@Oswarez) February 20, 2018 Illa gekk að nálgast upplýsingar frá lögreglunni þar sem margir þeirra sátu fastir í umferð. Geir Hlöðver Ericsson, starfsmaður á söludeild Stjörnugríss, sagði í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan tíu í morgun að hreinsun á Sæbraut væri lokið. Henda þarf kjötinu og er um mikið tjón að ræða fyrir fyrirtækið.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir allt hafa farið í hnút vegna þessa umferðaróhapps og sumir vegfarendur voru vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Segir lögreglan að ástandið hafi verið einna verst hjá þeim sem komu úr austurborginni og Mosfellsbæ og óku Vesturlandsveg og Miklubraut í vestur. Staðan á Sæbraut og Reykjanesbraut var með sama hætti, en lögreglan segir óhappið undirstrika að mörgu leyti hversu gatnakerfið er viðkvæmt og ekki þurfi mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi.Vísir/HannaVísir/HannaVísir/Hanna Samgöngur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sæbraut var lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á áttunda tímanum í morgun. Sendiferðabíll Stjörnugríss valt á Sæbraut en verið var að flytja um 120 bútaða grísi. Afurðin endaði öll í götunni og við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut til klukkan 10 í morgun. Við það myndaðist mikil umferðarteppa á Miklubraut og áleiðis upp í Mosfellsbæ þar sem ökumenn sátu fastir í töluverðan tíma.Sýnist eins og að vagn haf losnað af eða eitthvað. pic.twitter.com/LHNKgJxqS6— Omar Hauksson (@Oswarez) February 20, 2018 Illa gekk að nálgast upplýsingar frá lögreglunni þar sem margir þeirra sátu fastir í umferð. Geir Hlöðver Ericsson, starfsmaður á söludeild Stjörnugríss, sagði í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan tíu í morgun að hreinsun á Sæbraut væri lokið. Henda þarf kjötinu og er um mikið tjón að ræða fyrir fyrirtækið.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir allt hafa farið í hnút vegna þessa umferðaróhapps og sumir vegfarendur voru vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Segir lögreglan að ástandið hafi verið einna verst hjá þeim sem komu úr austurborginni og Mosfellsbæ og óku Vesturlandsveg og Miklubraut í vestur. Staðan á Sæbraut og Reykjanesbraut var með sama hætti, en lögreglan segir óhappið undirstrika að mörgu leyti hversu gatnakerfið er viðkvæmt og ekki þurfi mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi.Vísir/HannaVísir/HannaVísir/Hanna
Samgöngur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira