Misráðin höft Hörður Ægisson skrifar 9. mars 2018 07:00 Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun