Gáfu borgarstjóranum Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 15:00 Hilmar Snær Örvarsson í góðum höndum á mótttökuathöfninni í dag. ifsport.is Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið en mótið fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9 til 18. mars eða á sama stað og vetrarólympíuleikarnir fóru fram í síðasta mánuði. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir Hilmar Snær Örvarsson, Þórður Georg Hjörleifsson (þjálfari Hilmars) og Einar Bjarnason (aðstoðarþjálfari) mættir við mótttökuathöfnina í dag. Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN. Það má því segja að íslenski hópurinn hafi gefið borgastjóranum Ísland. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Fimmtudaginn 8. mars verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer setningarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands en eins og áður hefur komið fram er Hilmar eini fulltrúi okkar Íslendinga á leikunum. Hilmar Snær Örvarsson verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa i standandi flokki á Vetrar-Paralympics. Hann er líka sá yngsti sem Ísland hefur telft fram á Vetrar Paralympics frá upphafi. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland er með á vetrarólympíumóti fatlaðra en fyrst tók Íslands þátt í Lillehammer í Noregi fyrir 24 árum síðan. Ísland á Winter-Paralympics í fjórða sinn1994 Lillehammer, Noregur: Svanur Ingvarsson, stjaksleðakeppni2010 Whistler, Kanada: Erna Friðriksdóttir, alpagreinar sitjandi flokkur2014 Sochi, Rússland: Ernar Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson alpagreinar, sitjandi flokkar.2018 PyeongChang, Suður-Kórea: Hilmar Snær Örvarsson alpagreinar, standandi flokkur. Hilmar er því fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Winter-Paralympics. Erna fyrst íslenskra kvenna á Winter Paralympics og Jóhann Þór Hólmgrímsson var fyrstur íslenskra karla í sitjandi flokki alpagreina og brautryðjandinn eins og gefur að skilja Svanur Ingvarsson sem síðar gegndi nefndarstörfum í vetraríþróttanefnd ÍF til fjölda ára og Erna Friðriksdóttir á þar nú sæti.Hilmar Snær ÖrvarssonFæddur: 27. júlí 2000 (17 ára og þ.a.l. yngsti keppandinn á Winter Paralympics frá Íslandi).Félag: VíkingurGreinar: Svig og stórsvigÞjálfari: Þórður Georg HjörleifssonFlokkur: LW2 (flokkur hreyfihamlaðra, keppa standandi)Fyrsta alþjóðlega keppni á vegum IPC: 2014, Landgraaf í Hollandi (3. sæti, ungmennamót).Dagsetningar: 6. mars: Íslenski hópurinn heldur af stað til S-Kóreu. 8. mars: Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíumótsþorpið. 9. mars: Opnunarhátíð Winter-Paralympics. 14. mars: Svigkeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 17. mars: Stórsvigskeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 18. mars: Lokahátíð Winter Paralympics 19. mars: Íslenski hópurinn heldur heim. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið en mótið fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9 til 18. mars eða á sama stað og vetrarólympíuleikarnir fóru fram í síðasta mánuði. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir Hilmar Snær Örvarsson, Þórður Georg Hjörleifsson (þjálfari Hilmars) og Einar Bjarnason (aðstoðarþjálfari) mættir við mótttökuathöfnina í dag. Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN. Það má því segja að íslenski hópurinn hafi gefið borgastjóranum Ísland. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Fimmtudaginn 8. mars verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer setningarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands en eins og áður hefur komið fram er Hilmar eini fulltrúi okkar Íslendinga á leikunum. Hilmar Snær Örvarsson verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa i standandi flokki á Vetrar-Paralympics. Hann er líka sá yngsti sem Ísland hefur telft fram á Vetrar Paralympics frá upphafi. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland er með á vetrarólympíumóti fatlaðra en fyrst tók Íslands þátt í Lillehammer í Noregi fyrir 24 árum síðan. Ísland á Winter-Paralympics í fjórða sinn1994 Lillehammer, Noregur: Svanur Ingvarsson, stjaksleðakeppni2010 Whistler, Kanada: Erna Friðriksdóttir, alpagreinar sitjandi flokkur2014 Sochi, Rússland: Ernar Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson alpagreinar, sitjandi flokkar.2018 PyeongChang, Suður-Kórea: Hilmar Snær Örvarsson alpagreinar, standandi flokkur. Hilmar er því fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Winter-Paralympics. Erna fyrst íslenskra kvenna á Winter Paralympics og Jóhann Þór Hólmgrímsson var fyrstur íslenskra karla í sitjandi flokki alpagreina og brautryðjandinn eins og gefur að skilja Svanur Ingvarsson sem síðar gegndi nefndarstörfum í vetraríþróttanefnd ÍF til fjölda ára og Erna Friðriksdóttir á þar nú sæti.Hilmar Snær ÖrvarssonFæddur: 27. júlí 2000 (17 ára og þ.a.l. yngsti keppandinn á Winter Paralympics frá Íslandi).Félag: VíkingurGreinar: Svig og stórsvigÞjálfari: Þórður Georg HjörleifssonFlokkur: LW2 (flokkur hreyfihamlaðra, keppa standandi)Fyrsta alþjóðlega keppni á vegum IPC: 2014, Landgraaf í Hollandi (3. sæti, ungmennamót).Dagsetningar: 6. mars: Íslenski hópurinn heldur af stað til S-Kóreu. 8. mars: Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíumótsþorpið. 9. mars: Opnunarhátíð Winter-Paralympics. 14. mars: Svigkeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 17. mars: Stórsvigskeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 18. mars: Lokahátíð Winter Paralympics 19. mars: Íslenski hópurinn heldur heim.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira