Norður-Kóreumenn segjast reiðubúnir að hætta kjarnorkutilraunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2018 15:48 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, takast í hendur á fundi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í gær. Stjórnvöld Kóreuríkjanna hafa komið sér saman um að halda leiðtogafund í apríl, að því er fram kom í máli Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafa forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. BBC greinir frá. Fundurinn verður haldinn á landamærum ríkjanna en hann er enn fremur sá fyrsti sinnar tegundar í rúman árátug. Þá er þetta einnig fyrsti leiðtogafundur ríkjanna sem haldinn er síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Chung Eui-yong sagði enn fremur að yfirvöld í Norður-Kóreu væru tilbúin til að ræða afvopnun ríkisins en tíðar kjarnorkuvopnatilraunir yfirvalda hafa valdið miklum usla á alþjóðavettvangi. Kim Jong-un sagði viðræður um kjarnorkuafvopnun geta hafist, að því gefnu að öryggi Norður-Kóreu yrði tryggt. Bandaríkin hafa lýst því yfir að stjórnvöld þar í landi muni ekki ræða við Norður-Kóreu nema hin síðarnefndu láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um viðræður ríkjanna á Twitter-reikningi sínum í gær.Possible progress being made in talks with North Korea. For the first time in many years, a serious effort is being made by all parties concerned. The World is watching and waiting! May be false hope, but the U.S. is ready to go hard in either direction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 6, 2018 „Heimurinn fylgist með og bíður! Þetta gæti verið falsvon en Bandaríkin eru tilbúin til að fara alla leið í hvora áttina sem er,“ skrifaði Trump. Þíða hefur verið í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu undanfarið í kjölfar vetrarólympíuleika sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Löndin tvö tóku meðal annars þátt undir sama fána á leikunum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55 Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stjórnvöld Kóreuríkjanna hafa komið sér saman um að halda leiðtogafund í apríl, að því er fram kom í máli Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafa forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. BBC greinir frá. Fundurinn verður haldinn á landamærum ríkjanna en hann er enn fremur sá fyrsti sinnar tegundar í rúman árátug. Þá er þetta einnig fyrsti leiðtogafundur ríkjanna sem haldinn er síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Chung Eui-yong sagði enn fremur að yfirvöld í Norður-Kóreu væru tilbúin til að ræða afvopnun ríkisins en tíðar kjarnorkuvopnatilraunir yfirvalda hafa valdið miklum usla á alþjóðavettvangi. Kim Jong-un sagði viðræður um kjarnorkuafvopnun geta hafist, að því gefnu að öryggi Norður-Kóreu yrði tryggt. Bandaríkin hafa lýst því yfir að stjórnvöld þar í landi muni ekki ræða við Norður-Kóreu nema hin síðarnefndu láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um viðræður ríkjanna á Twitter-reikningi sínum í gær.Possible progress being made in talks with North Korea. For the first time in many years, a serious effort is being made by all parties concerned. The World is watching and waiting! May be false hope, but the U.S. is ready to go hard in either direction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 6, 2018 „Heimurinn fylgist með og bíður! Þetta gæti verið falsvon en Bandaríkin eru tilbúin til að fara alla leið í hvora áttina sem er,“ skrifaði Trump. Þíða hefur verið í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu undanfarið í kjölfar vetrarólympíuleika sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Löndin tvö tóku meðal annars þátt undir sama fána á leikunum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55 Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55
Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03
Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53