Forseti Alþingis brýnir ríkisstjórnina til dáða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 19:30 Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira