Segir samræmd próf hamlandi fyrir skólaþróun Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 15. mars 2018 12:00 Að bera saman tvo skóla með annarsvegar 300 og hinsvegar sjö barna árganga gagnast ekki neinum segir kennsluráðgjafi. Vísir/Hanna Háværar raddir hafa verið um að leggja niður samræmd próf undanfarna daga. Meirihluti skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að fyrirkomulag samræmdra prófa veði endurskoðað. Ingvi Hrannar kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu Skagafirði segir að samræmd próf séu hamlandi fyrir skólaþróun og bendir á níu ástæður fyrir því að leggja samræmd próf niður. „Þetta er að láta kennara halda í hluti sem eru lítið tengdir inn í aðalnámskrá grunnskólanna. Ef þú tekur enska hlutann af aðalnámskrá grunnskóla þá heitir ekki einn kafli málfræði, en samt er prófið að stórum hluta málfræði. Það er ástæða fyrir því að þetta heitir tungumál, þetta gerist í munninum á okkur. Aðalástæðan fyrir því er að læra nýtt tungumál er að geta talað það. Það sem er mælt á prófinu er svo lítill hluti af því sem á að kenna í skólunum. Svo eru skólar og kennarar bornir saman og metnir út frá þessum örfáu atriðum á mjög þröngu sviði. Þá taka kennarar meiri tíma í það að undirbúa þig undir próf,“ segir Ingvi Hrannar.Segir hlutverk kennara ekki vera að búa nemendur undir próf Ingvi bendir á að hlutverk kennara sé ekki einungis að búa nemendur undir próf. „Okkar hlutverk sem kennarar er ekki að undirbúa þig undir próf heldur að undirbúa þig undir líf og störf í lýðræðisríki. Að þú getir talað ensku og talað íslensku og skilið og endursagt og lagt skilning í hluti. Samræmd próf gefa sumum kennurum og skólum leyfi á að kenna eins og árið sé 1950 og það sé ekki búið að finna upp internetið,“ bendir Ingvi á.Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu SkagafirðiIngvi HrannarVill gefa kennurum ráðrúm til þess að leggja prófin fyrir á sínum forsendum Ingvi vill gefa kennurum frjálsar hendur með fyrirlögn samræmdra prófa. „Mín millilausn væri sú að þeir myndu halda áfram að gefa út samræmd próf, það myndi koma út samræmt próf bara í mars fyrir 2018. Við kennarar ráðum hverjir taka það og ráðum fyrir hvern við leggjum það. Við megum leggja það fyrir hvern sem er og hvenær sem er og við fáum niðurstöðurnar. Þannig að ég get lagt það fyrir nemenda í 8.bekk. Síðan þegar þessi nemandi kemur í 9.bekk tekur hann 2019 prófið. Niðurstöðurnar fara ekki til menntamálastofnunnar heldur samdægurs til okkar, ekki eftir þrjá mánuði eða í lok skólaársins. Þá er þetta orðið eitthvað námsmatsgagn fyrir okkur kennara. Þarna tökum við það út að þetta sé á sama degi og sama tíma því augljóslega ræður menntamálastofnun ekki við það,“ segir Ingvi.Segir það skekkju að bera saman mismunandi stóra árganga Ingvi bendir einnig á það að samanburður skóla á niðurstöðum samræmdra prófa sé ekki sanngjarn. „Þau eru að bera saman skóla þar sem er 300 barna árgangur og svo sjö barna árgangur. Þetta er ekki að gagnast neinum eins og þetta er núna,“ segir Ingvi. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Fá tækifæri til að endurtaka samræmd próf Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju samræmdu könnunarprófin í íslensku og ensku sem haldin voru við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Háværar raddir hafa verið um að leggja niður samræmd próf undanfarna daga. Meirihluti skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að fyrirkomulag samræmdra prófa veði endurskoðað. Ingvi Hrannar kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu Skagafirði segir að samræmd próf séu hamlandi fyrir skólaþróun og bendir á níu ástæður fyrir því að leggja samræmd próf niður. „Þetta er að láta kennara halda í hluti sem eru lítið tengdir inn í aðalnámskrá grunnskólanna. Ef þú tekur enska hlutann af aðalnámskrá grunnskóla þá heitir ekki einn kafli málfræði, en samt er prófið að stórum hluta málfræði. Það er ástæða fyrir því að þetta heitir tungumál, þetta gerist í munninum á okkur. Aðalástæðan fyrir því er að læra nýtt tungumál er að geta talað það. Það sem er mælt á prófinu er svo lítill hluti af því sem á að kenna í skólunum. Svo eru skólar og kennarar bornir saman og metnir út frá þessum örfáu atriðum á mjög þröngu sviði. Þá taka kennarar meiri tíma í það að undirbúa þig undir próf,“ segir Ingvi Hrannar.Segir hlutverk kennara ekki vera að búa nemendur undir próf Ingvi bendir á að hlutverk kennara sé ekki einungis að búa nemendur undir próf. „Okkar hlutverk sem kennarar er ekki að undirbúa þig undir próf heldur að undirbúa þig undir líf og störf í lýðræðisríki. Að þú getir talað ensku og talað íslensku og skilið og endursagt og lagt skilning í hluti. Samræmd próf gefa sumum kennurum og skólum leyfi á að kenna eins og árið sé 1950 og það sé ekki búið að finna upp internetið,“ bendir Ingvi á.Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu SkagafirðiIngvi HrannarVill gefa kennurum ráðrúm til þess að leggja prófin fyrir á sínum forsendum Ingvi vill gefa kennurum frjálsar hendur með fyrirlögn samræmdra prófa. „Mín millilausn væri sú að þeir myndu halda áfram að gefa út samræmd próf, það myndi koma út samræmt próf bara í mars fyrir 2018. Við kennarar ráðum hverjir taka það og ráðum fyrir hvern við leggjum það. Við megum leggja það fyrir hvern sem er og hvenær sem er og við fáum niðurstöðurnar. Þannig að ég get lagt það fyrir nemenda í 8.bekk. Síðan þegar þessi nemandi kemur í 9.bekk tekur hann 2019 prófið. Niðurstöðurnar fara ekki til menntamálastofnunnar heldur samdægurs til okkar, ekki eftir þrjá mánuði eða í lok skólaársins. Þá er þetta orðið eitthvað námsmatsgagn fyrir okkur kennara. Þarna tökum við það út að þetta sé á sama degi og sama tíma því augljóslega ræður menntamálastofnun ekki við það,“ segir Ingvi.Segir það skekkju að bera saman mismunandi stóra árganga Ingvi bendir einnig á það að samanburður skóla á niðurstöðum samræmdra prófa sé ekki sanngjarn. „Þau eru að bera saman skóla þar sem er 300 barna árgangur og svo sjö barna árgangur. Þetta er ekki að gagnast neinum eins og þetta er núna,“ segir Ingvi.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Fá tækifæri til að endurtaka samræmd próf Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju samræmdu könnunarprófin í íslensku og ensku sem haldin voru við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22
Fá tækifæri til að endurtaka samræmd próf Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju samræmdu könnunarprófin í íslensku og ensku sem haldin voru við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. 15. mars 2018 06:00