Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 14:48 Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum. Skjáskot/Stöð 2 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni. Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni.
Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30