Skoðun

Lífsbjörgin SÁÁ

Baldur Borgþórsson skrifar
Við ökum inn Stórhöfða og beygjum inn að húsi nr. 45, þar sem sjúkrahús SÁÁ, Vogur, stendur.

Það fyrsta sem vekur athygli er að skyndilega endar vegagerð borgarinnar og við tekur holóttur malarvegur. Reykjavíkurborg hefur nefnilega ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum hvað varðar vegagerð og viðhald þegar kemur að veginum að Vogi og hefur ekki gert síðustu 40 ár. Oftar en ekki hefur SÁÁ þurft með eigin hendi að sinna snjómokstri og bráðaviðhaldi, slíkt hefur ekki verið í boði af hendi borgarinnar. Rétt er að taka fram að téður vegur er hluti gatnakerfis er fellur undir umsjá borgarinnar.

Nú skyldi maður ætla að þarna séu haldbærar skýringar á, t.d. að hús nr. 45 sé ekki í notkun. En því fer víðs fjarri, þarna er rekið sjúkrahús SÁÁ sem hefur á liðnum árum átt stærstan þátt í að bjarga 26 þúsund mannslífum og í leiðinni með beinum hætti bætt líf ættingja og vina viðkomandi sem taldir eru í hundruðum þúsunda.

Víkur nú sögu að aðkomu borgarinnar hvað varðar rekstrarkostnað sjúkrahússins og er sú upptalning stutt, hún er engin!

Sama gildir um endurhæfingarsjúkrahús SÁÁ, Vík, sem og göngudeild í Efstaleiti.

Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þessarar starfsemi og munum leggja okkar af mörkum til að starfseminni verði tryggð örugg rekstrar­afkoma og sýnd sú virðing sem henni ber.

Til þess þurfum við umboð kjósenda.

Tökum höndum saman, klárum gatnagerð að Vogi og tryggjum afkomu eins mikilvægasta spítala landsins.

Höfundur er í 3. sæti Miðflokksins í Reykjavík




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×