Segir að hugmyndir um breytingar á kennaranámi muni ekki leysa kennaraskortinn Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17
Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00
Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00