Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir í eina sæng í Grundarfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þau Unnur Þóra Sigurðardóttir, Jósef Ó. Kjartanson, Heiður Björk Fossberg Óladóttir og Rósa Guðmundsdóttir skipa efstu fjögur sæti listans.
Þau Unnur Þóra Sigurðardóttir, Jósef Ó. Kjartanson, Heiður Björk Fossberg Óladóttir og Rósa Guðmundsdóttir skipa efstu fjögur sæti listans.
Jósef Ó. Kjartansson, verktaki, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Grundarfirði sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 26. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Grundarfirði í byrjun mánaðarins en í tilkynningu segir að undirbúningur fyrir málefnavinnu hafi nú þegar hafist.

Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

1. Jósef Ó. Kjartansson, verktaki.

2. Heiður Björk Fossberg Óladóttir, aðalbókari.

3. Unnur Þóra Sigurðardóttir, nemi.

4. Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri.

5. Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi.

6. Eygló Bára Jónsdóttir, kennari.

7. Bjarni Georg Einarsson, áliðnaðarmaður.

8. Runólfur J. Kristjánsson, skipstjóri.

9. Sigríður G. Arnardóttir, deildarstjóri.

10. Tómas Logi Hallgrímsson, flutningabílstjóri.

11. Unnur Birna Þórhallsdóttir, kennari.

12. Valdís Ásgeirsdóttir, veiðieftirlitskona.

13. Arnar Kristjánsson, skipstjóri.

14. Þórey Jónsdottir, skrifstofustjóri.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×