Versti árangur ríkjandi meistara frá upphafi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2018 12:00 Garcia lauk keppni niðurlútur í gærkvöld visir/getty Helgin hefur ekki byrjað eftir óskum hjá Spánverjanum Sergio Garcia. Hann missti af niðurskurðinum á Mastersmótinu í golfi og setti heldur óskemmtilegt met. Garcia lauk leik í næst síðasta sæti í gærkvöld eftir að hafa farið hringinn á tveimur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari en samtala Garcia á hringjunum tveimur var 16 högg yfir pari. Meistari síðasta árs lenti í miklum hremmingum á 15. braut á fyrsta hring þar sem hann jafnaði metið yfir flest högg á einni holu í sögu mótsins, 13 stykki. Samtals var Garcia á 160 höggum sem er hæsta skor ríkjandi meistara á Mastersmótinu frá upphafi. Þetta var í 11. skipti sem ríkjandi meistari á mótinu nær ekki í gegnum niðurskurðinn og annað árið í röð því Danny Willet komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta ári. Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur ekki verið svo lág síðan árið 2015. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi á að hefjast klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Veðurspáin fyrir daginn er ekki góð, en þó er reiknað með að keppni hefjist á áætluðum tíma. Golf Tengdar fréttir Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir. 5. apríl 2018 20:20 Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Helgin hefur ekki byrjað eftir óskum hjá Spánverjanum Sergio Garcia. Hann missti af niðurskurðinum á Mastersmótinu í golfi og setti heldur óskemmtilegt met. Garcia lauk leik í næst síðasta sæti í gærkvöld eftir að hafa farið hringinn á tveimur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari en samtala Garcia á hringjunum tveimur var 16 högg yfir pari. Meistari síðasta árs lenti í miklum hremmingum á 15. braut á fyrsta hring þar sem hann jafnaði metið yfir flest högg á einni holu í sögu mótsins, 13 stykki. Samtals var Garcia á 160 höggum sem er hæsta skor ríkjandi meistara á Mastersmótinu frá upphafi. Þetta var í 11. skipti sem ríkjandi meistari á mótinu nær ekki í gegnum niðurskurðinn og annað árið í röð því Danny Willet komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta ári. Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur ekki verið svo lág síðan árið 2015. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi á að hefjast klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Veðurspáin fyrir daginn er ekki góð, en þó er reiknað með að keppni hefjist á áætluðum tíma.
Golf Tengdar fréttir Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir. 5. apríl 2018 20:20 Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir. 5. apríl 2018 20:20
Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41