Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 14:44 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er til húsa í Borgartúni. Vísir/Daníel Búið er að opna tilkynningarsíðu Barnaverndar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Á síðunni er hægt að velja hnapp eftir eðli mála og senda þannig tilkynningar beint til viðeigandi aðila. Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Á síðunni er hægt að velja rafrænan ábendingarhnapp sem sendir tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða þykir til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða að barnið stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu,“ segir um hnappinn í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er annar hnappur á síðunni ætlaður tilkynningum vegna starfsfólks. Í tilkynningu kemur fram að hnappurinn sé hugsaður í þeim tilvikum þar sem „ástæða er til að ætla að atferli starfsfólks, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.“ Þriðji og síðasti hnappurinn á síðunni leiðir fólk að sambærilegri síðu á ensku og pólsku.Hnapparnir þrír líta svona út á tilkynningarsíðu Reykjavíkurborgar.Skjáskot/ReykjavíkurborgEins og áður hefur komið fram er tilkynningarsíðan hluti af aðgerðaráætlun velferðarsviðs um barnaverndarúrræði og aðra þjónustu við börn í kjölfar máls sem upp kom vegna starfsmanns, sem starfaði með börnum. Greint var frá því í fyrradag að rannsókn á máli mannsins sé lokið en málið var sent til héraðssaksóknara fyrir páska. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Téðir hnappar gera almennum borgurum kleift að tilkynna á fljótlegan hátt um misfellur í aðbúnaði barna eða tilkynna um hegðun einstaklings, sem starfar með börnum. Áfram er hægt að tilkynna til Barnaverndar Reykjavíkur í síma 411 1111 og í 112 í neyðartilvikum eftir lokun og einnig er hægt að senda á netfangið [email protected], að því er fram kemur í tilkynningu. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Búið er að opna tilkynningarsíðu Barnaverndar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Á síðunni er hægt að velja hnapp eftir eðli mála og senda þannig tilkynningar beint til viðeigandi aðila. Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Á síðunni er hægt að velja rafrænan ábendingarhnapp sem sendir tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða þykir til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða að barnið stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu,“ segir um hnappinn í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er annar hnappur á síðunni ætlaður tilkynningum vegna starfsfólks. Í tilkynningu kemur fram að hnappurinn sé hugsaður í þeim tilvikum þar sem „ástæða er til að ætla að atferli starfsfólks, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.“ Þriðji og síðasti hnappurinn á síðunni leiðir fólk að sambærilegri síðu á ensku og pólsku.Hnapparnir þrír líta svona út á tilkynningarsíðu Reykjavíkurborgar.Skjáskot/ReykjavíkurborgEins og áður hefur komið fram er tilkynningarsíðan hluti af aðgerðaráætlun velferðarsviðs um barnaverndarúrræði og aðra þjónustu við börn í kjölfar máls sem upp kom vegna starfsmanns, sem starfaði með börnum. Greint var frá því í fyrradag að rannsókn á máli mannsins sé lokið en málið var sent til héraðssaksóknara fyrir páska. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Téðir hnappar gera almennum borgurum kleift að tilkynna á fljótlegan hátt um misfellur í aðbúnaði barna eða tilkynna um hegðun einstaklings, sem starfar með börnum. Áfram er hægt að tilkynna til Barnaverndar Reykjavíkur í síma 411 1111 og í 112 í neyðartilvikum eftir lokun og einnig er hægt að senda á netfangið [email protected], að því er fram kemur í tilkynningu.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15
Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21