Dansandi hestur á Sunnuhvoli í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2018 20:31 Það getur reynst erfitt að kenna íslenska hestinum nýjar gangtegundir og hvað þá að leika listir sínar. Sextán ára stelpu í Ölfusi hefur þó tekist að kenna sínum hesti spænska sporið sem er mjög óvenjulegt spor, nokkurskonar dansspor sem hesturinn tekur. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi er mikill áhugi á hestum og allt sem þeim við kemur. Glódís Rún Sigurðardóttir er þar engin undantekning því hún er mikil keppnismanneskja og sér ekki sólina fyrir hestum. Hún hefur unnið margra sigra á hestinum Kambana frá Húsavík. Hún hefur líka verið að kenna honum ýmislegt annað, eins og spænska sporið. „Það kallast spænska sporið eða spænska fetið, ég kenndi honum þetta fyrir nokkrum árum, honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær alltaf nammi,“ segir Glódís Rún. En hvernig kennir maður hesti að gera spænska sporið ? „Þú byrja bara á því að gefa smá ábendingu neðst á löppinni, og svo gerir þú bara meira og meira þar til hann svarar þér og svo þegar hann svarar þér rétt fær hann nammi. Svo reynir þú alltaf að fá hann til að setja löppina hærra og hærra“. Glódís Rún segir mjög gaman að kenna hestum að gera listir. „Já, það er ótrúlega gott að gera eitthvað öðruvísi stundum, ekki alltaf það sama, því það er gott í allri þjálfun að hafa fjölbreytni“. Kamban verður 16 vetra í vor. Glódís segir hann draumahestinn sinn. „Já, þetta er mikill gæðingur, hann er búin að vera í fremstu röð í keppni í nokkur ár í barnaflokki, hann er yfirburðahestur sem allir geta riðið“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir. Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það getur reynst erfitt að kenna íslenska hestinum nýjar gangtegundir og hvað þá að leika listir sínar. Sextán ára stelpu í Ölfusi hefur þó tekist að kenna sínum hesti spænska sporið sem er mjög óvenjulegt spor, nokkurskonar dansspor sem hesturinn tekur. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi er mikill áhugi á hestum og allt sem þeim við kemur. Glódís Rún Sigurðardóttir er þar engin undantekning því hún er mikil keppnismanneskja og sér ekki sólina fyrir hestum. Hún hefur unnið margra sigra á hestinum Kambana frá Húsavík. Hún hefur líka verið að kenna honum ýmislegt annað, eins og spænska sporið. „Það kallast spænska sporið eða spænska fetið, ég kenndi honum þetta fyrir nokkrum árum, honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær alltaf nammi,“ segir Glódís Rún. En hvernig kennir maður hesti að gera spænska sporið ? „Þú byrja bara á því að gefa smá ábendingu neðst á löppinni, og svo gerir þú bara meira og meira þar til hann svarar þér og svo þegar hann svarar þér rétt fær hann nammi. Svo reynir þú alltaf að fá hann til að setja löppina hærra og hærra“. Glódís Rún segir mjög gaman að kenna hestum að gera listir. „Já, það er ótrúlega gott að gera eitthvað öðruvísi stundum, ekki alltaf það sama, því það er gott í allri þjálfun að hafa fjölbreytni“. Kamban verður 16 vetra í vor. Glódís segir hann draumahestinn sinn. „Já, þetta er mikill gæðingur, hann er búin að vera í fremstu röð í keppni í nokkur ár í barnaflokki, hann er yfirburðahestur sem allir geta riðið“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir.
Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira