Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 22:02 Hratt hefur gengið á Grænlandsjökul undanfarna áratugi eftir því sem loftið og hafið hlýnar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/AFP Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55