Gagnlegar ábendingar gegn spillingu eftir hrunið Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 14:10 Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira