Lífsviðhorf Björns Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. apríl 2018 10:00 „Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
„Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar