Smálán eru ekki rót vandans Benjamín Julian skrifar 15. apríl 2018 12:15 Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun