Ráða ekki við aukinn fjölda ferðamanna á spítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 21:00 Einungis sjö föst rými eru á gjörgæsludeild Landspítalans og eru þau alltaf fullnýtt að sögn yfirlæknis. Vísir Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla. Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla.
Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira