Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 24. apríl 2018 10:00 Rúnar Kristinsson er kominn heim. Vísir/Anton Brink Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Pepsi-deildarinnar en það er sæti neðar en liðið endaði á síðustu leiktíð sem voru mikil vonbrigði í vesturbænum. KR-ingar verða ekki í Evrópu í fyrsta sinn í tíu ár og það hefur að einhverju leyti endurspeglað rólegan félagaskiptaglugga. Hóflegar væntingar eru í vesturbænum að þessu sinni þó svo að KR-ingar verða aldrei sáttir við neitt annað en Evrópusæti. KR-liðið hefur verið það elsta í deildinni undanfarin þrjú ár en liðið hefur hvorki unnið deild né bikar á þessum tíma. KR vann fimm titla á fjórum árum frá 2011-2014 og var þá alltaf með eitt af elstu og reynslumestu liðunum en svo virðist sem aldurinn sé nú aðeins að bíta menn í rassinn í Frostaskjólinu. Þjálfari KR er Rúnar Kristinsson sem er kominn heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku þar sem að hann þjálfaði bæði Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu. Rúnar er guð á meðal manna hjá KR enda uppalinn og var bæði öflugur leikmaður og þjálfari. Hann stýrði liðinu síðast frá 2010-2014 og vann fimm titla.Svona munum við eftir KRÞað var lítið að frétta hjá KR-ingum í fyrra, jafnt innan sem utan vallar. Vonbrigði voru á vellinum og mætingin ekkert spes. Stuðningsmenn voru lítt spenntir fyrir liðinu og einhvern vegin náðist ekki upp nein stemning. KR-ingar unnu aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum svona til að toppa dapurt tímabil og misstu af sæti í Evrópu þannig í fyrsta sinn í áratug verður Frostaskjólið Evrópulaust. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKR-liðið er ekki mikið breytt og meðalaldurinn enn þá ansi hár. Hágæða leikmenn eru í röðum þeirra svarthvítu úr vesturbænum en sumir hafa ansi mikið að sanna eftir síðustu leiktíð þar sem þeir voru bara alls ekki góðir.Albert Watson: Meira hefur verið talað um áhrif Norður-Írans utan vallar heldur en gæði hans í fótbolta en hann var fenginn til þess að fá smá talanda í vörnina og stemningu inn á völlinn. KR-ingar voru líklega með betri miðverði tæknilega séð innan sinna raða en þessi kaup gætu verið klók hjá Rúnari. Alvöru bresk stemning hefur sjaldan klikkað.Óskar Örn Hauksson: Einn besti leikmaður KR frá upphafi heldur áfram að klæðast búningi vesturbæjarstórveldisins og er sem fyrr besti maður liðsins. Nú, þegar slagkrafturinn í sóknarleiknum er ekki alveg sá sami og áður, færist enn meiri ábyrgð á herðar þessa magnaða leikmanns sem verður vafalítið minnst sem eins af bestu leikmönnum KR frá upphafi.André Bjerregaard: Daninn sterki kom með látum inn í deildina í fyrra og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum en það var ekki síður ógnvænlegur skrokkur hans og hraði sem vakti athygli. Nú þegar Tobias Thomsen er farinn þarf Bjerregaard að gera enn betur í sóknarleiknum og skora fleiri mörk. Markaðurinn grafík/gvendurÞað hefur verið minna að gera á markaðnum hjá KR en oft áður. Albert Watson og Björgvin Stefánsson eru óskrifuð blöð í efstu deild en Björgvin, sem hefur raðað inn í Inkasso-deildinni, fær nú tækifæri lífs síns að verða hetja hjá KR. Kristinn Jónsson og Pablo Punyed eru góðir leikmenn. Kristinn var arfadapur eftir að hann kom heim í fyrra og El Salvadorinn þarf að sanna að hann geti verið stór fiskur í stórri tjörn. Hann gefur miðju KR samt ekki mikið aukalega. KR-inar sakna ekki margra af þeim sem eru farnir nema þá helst Tobias Thomsen og mögulega Guðmundar Andra Tryggvasonar því ekki er breiddin mikil í KR-liðinu á miðað við keppinauta þeirra í efri hlutanum.Markaðseinkunn: B-Hvað segir sérfræðingurinn?„KR hefur í gegnum tíðina alltaf verið spáð einu af toppsætunum en í ár eru margir sem líta á liðið sem óskrifað blað,“ segir Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna, um KR-liðið. „Það eru öflugir leikmenn þarna en tímabilið í fyrra var vonbrigði og nú reynir á. Menn hafa trú á Rúnari Kristinsson sem var stærsta nafnið sem kom í KR. Hann þekkir félagið út og inn og ætti að geta leitt liðið í toppbaráttu en það er alltaf krafan í vesturbænum.“ „Þetta verður krefjandi tímabil fyrir KR og margir leikmenn sem þurfa að sanna sig aftur eftir að hafa ekki verið upp á sitt besta í fyrra. Það mun mikið mæða á þessum helstu eins og Óskari Erni sem verður að vera í standi. Svo þarf KR að finna góðan framherja sem skorar slatta af mörkum,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um KR er ... að liðið er gamalt en eldri leikmönnum fylgir reynsla. Rúnar Kristinsson er einn allra færasti þjálfari landsins og ákveðin spenna ríkir í vesturbænum bara vegna þess að hann er kominn heim. Það má ekki gleymast að í liðinu eru frábærir leikmenn á borð við Óskar Örn, Skúla Jón, Pálma Rafn og Kennie Chopart sem allir geta á sínum degi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar.Spurningamerkin eru ... helst markvarslan og sóknarleikurinn. Beitir Ólafsson á að fá sénsinn frá byrjun móts eftir að taka stöðuna af Stefáni Loga í fyrra. Miðjan er áfram nokkuð þung en engu var bætt þar inn til að létta á henni. Hver á svo að skora mörkin? Bjerregaard er líklegur en Björgvin Stefánsson hefur verið að færast fjær liðinu á undanförnum vikum. Hópurinn er þunnskipaður og má illa við meiðslum.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Rúnar Kristinsson með KR í 5. sæti? Er þetta spá eða brandarakeppni? Eina sem vantaði í fyrra var smá stemning og hún kom með Rúnari. Það er þvílík stemning í vesturbænum og karfa enn eina ferðina að fara að leiða inn í Íslandsmótið með titli. Við erum með endalaust af ógeðslega góðum fótboltaköllum sem þurfa bara að vera aðeins jákvæðari gagnvart verkefninu. Óskar Örn Hauksson er enn þá besti leikmaður deildarinnar og Rúnar er svo sannarlega að fara að taka til í varnarleiknum. Bjerregaard er að fara að raða inn mörkum, ég meina það sáu allir hversu öflugur hann var eftir að hann kom í fyrra. Ég sé alveg fram á titilbaráttu ef liðið helst tiltölulega heilt í sumar og ekki verður Evrópa að bæta við leikjaálagið.Siggi: Það hefur ekki beint sést í vetur að Rúnar sé að kveikja undir þessum gömlu köllum. Liðið hefur verið svakalega hægt og dauft yfir spilinu. Svo gengur okkur illa að skapa færi og hvað þá að skora mörk. Bjerrregaard er tankur en engin alvöru nía. Okkur vantar markaskorara eins og Reynir segir. Það mun taka Rúnar smá tíma að finna sitt lið en hann virðist ekki hafa fengið fjármagn til alvöru kaupa í vetur. Hann hefur meira að segja talað um að hann hafi þurft að velja á milli Thomsen og Watson. Evrópuleysið virðist hafa gert pyngjuna töluvert léttari og það er að fara að bíta okkur í afturendann þegar að liðin fyrir ofan okkur er að eyða og eyða. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Pepsi-deildarinnar en það er sæti neðar en liðið endaði á síðustu leiktíð sem voru mikil vonbrigði í vesturbænum. KR-ingar verða ekki í Evrópu í fyrsta sinn í tíu ár og það hefur að einhverju leyti endurspeglað rólegan félagaskiptaglugga. Hóflegar væntingar eru í vesturbænum að þessu sinni þó svo að KR-ingar verða aldrei sáttir við neitt annað en Evrópusæti. KR-liðið hefur verið það elsta í deildinni undanfarin þrjú ár en liðið hefur hvorki unnið deild né bikar á þessum tíma. KR vann fimm titla á fjórum árum frá 2011-2014 og var þá alltaf með eitt af elstu og reynslumestu liðunum en svo virðist sem aldurinn sé nú aðeins að bíta menn í rassinn í Frostaskjólinu. Þjálfari KR er Rúnar Kristinsson sem er kominn heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku þar sem að hann þjálfaði bæði Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu. Rúnar er guð á meðal manna hjá KR enda uppalinn og var bæði öflugur leikmaður og þjálfari. Hann stýrði liðinu síðast frá 2010-2014 og vann fimm titla.Svona munum við eftir KRÞað var lítið að frétta hjá KR-ingum í fyrra, jafnt innan sem utan vallar. Vonbrigði voru á vellinum og mætingin ekkert spes. Stuðningsmenn voru lítt spenntir fyrir liðinu og einhvern vegin náðist ekki upp nein stemning. KR-ingar unnu aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum svona til að toppa dapurt tímabil og misstu af sæti í Evrópu þannig í fyrsta sinn í áratug verður Frostaskjólið Evrópulaust. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKR-liðið er ekki mikið breytt og meðalaldurinn enn þá ansi hár. Hágæða leikmenn eru í röðum þeirra svarthvítu úr vesturbænum en sumir hafa ansi mikið að sanna eftir síðustu leiktíð þar sem þeir voru bara alls ekki góðir.Albert Watson: Meira hefur verið talað um áhrif Norður-Írans utan vallar heldur en gæði hans í fótbolta en hann var fenginn til þess að fá smá talanda í vörnina og stemningu inn á völlinn. KR-ingar voru líklega með betri miðverði tæknilega séð innan sinna raða en þessi kaup gætu verið klók hjá Rúnari. Alvöru bresk stemning hefur sjaldan klikkað.Óskar Örn Hauksson: Einn besti leikmaður KR frá upphafi heldur áfram að klæðast búningi vesturbæjarstórveldisins og er sem fyrr besti maður liðsins. Nú, þegar slagkrafturinn í sóknarleiknum er ekki alveg sá sami og áður, færist enn meiri ábyrgð á herðar þessa magnaða leikmanns sem verður vafalítið minnst sem eins af bestu leikmönnum KR frá upphafi.André Bjerregaard: Daninn sterki kom með látum inn í deildina í fyrra og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum en það var ekki síður ógnvænlegur skrokkur hans og hraði sem vakti athygli. Nú þegar Tobias Thomsen er farinn þarf Bjerregaard að gera enn betur í sóknarleiknum og skora fleiri mörk. Markaðurinn grafík/gvendurÞað hefur verið minna að gera á markaðnum hjá KR en oft áður. Albert Watson og Björgvin Stefánsson eru óskrifuð blöð í efstu deild en Björgvin, sem hefur raðað inn í Inkasso-deildinni, fær nú tækifæri lífs síns að verða hetja hjá KR. Kristinn Jónsson og Pablo Punyed eru góðir leikmenn. Kristinn var arfadapur eftir að hann kom heim í fyrra og El Salvadorinn þarf að sanna að hann geti verið stór fiskur í stórri tjörn. Hann gefur miðju KR samt ekki mikið aukalega. KR-inar sakna ekki margra af þeim sem eru farnir nema þá helst Tobias Thomsen og mögulega Guðmundar Andra Tryggvasonar því ekki er breiddin mikil í KR-liðinu á miðað við keppinauta þeirra í efri hlutanum.Markaðseinkunn: B-Hvað segir sérfræðingurinn?„KR hefur í gegnum tíðina alltaf verið spáð einu af toppsætunum en í ár eru margir sem líta á liðið sem óskrifað blað,“ segir Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna, um KR-liðið. „Það eru öflugir leikmenn þarna en tímabilið í fyrra var vonbrigði og nú reynir á. Menn hafa trú á Rúnari Kristinsson sem var stærsta nafnið sem kom í KR. Hann þekkir félagið út og inn og ætti að geta leitt liðið í toppbaráttu en það er alltaf krafan í vesturbænum.“ „Þetta verður krefjandi tímabil fyrir KR og margir leikmenn sem þurfa að sanna sig aftur eftir að hafa ekki verið upp á sitt besta í fyrra. Það mun mikið mæða á þessum helstu eins og Óskari Erni sem verður að vera í standi. Svo þarf KR að finna góðan framherja sem skorar slatta af mörkum,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um KR er ... að liðið er gamalt en eldri leikmönnum fylgir reynsla. Rúnar Kristinsson er einn allra færasti þjálfari landsins og ákveðin spenna ríkir í vesturbænum bara vegna þess að hann er kominn heim. Það má ekki gleymast að í liðinu eru frábærir leikmenn á borð við Óskar Örn, Skúla Jón, Pálma Rafn og Kennie Chopart sem allir geta á sínum degi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar.Spurningamerkin eru ... helst markvarslan og sóknarleikurinn. Beitir Ólafsson á að fá sénsinn frá byrjun móts eftir að taka stöðuna af Stefáni Loga í fyrra. Miðjan er áfram nokkuð þung en engu var bætt þar inn til að létta á henni. Hver á svo að skora mörkin? Bjerregaard er líklegur en Björgvin Stefánsson hefur verið að færast fjær liðinu á undanförnum vikum. Hópurinn er þunnskipaður og má illa við meiðslum.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Rúnar Kristinsson með KR í 5. sæti? Er þetta spá eða brandarakeppni? Eina sem vantaði í fyrra var smá stemning og hún kom með Rúnari. Það er þvílík stemning í vesturbænum og karfa enn eina ferðina að fara að leiða inn í Íslandsmótið með titli. Við erum með endalaust af ógeðslega góðum fótboltaköllum sem þurfa bara að vera aðeins jákvæðari gagnvart verkefninu. Óskar Örn Hauksson er enn þá besti leikmaður deildarinnar og Rúnar er svo sannarlega að fara að taka til í varnarleiknum. Bjerregaard er að fara að raða inn mörkum, ég meina það sáu allir hversu öflugur hann var eftir að hann kom í fyrra. Ég sé alveg fram á titilbaráttu ef liðið helst tiltölulega heilt í sumar og ekki verður Evrópa að bæta við leikjaálagið.Siggi: Það hefur ekki beint sést í vetur að Rúnar sé að kveikja undir þessum gömlu köllum. Liðið hefur verið svakalega hægt og dauft yfir spilinu. Svo gengur okkur illa að skapa færi og hvað þá að skora mörk. Bjerrregaard er tankur en engin alvöru nía. Okkur vantar markaskorara eins og Reynir segir. Það mun taka Rúnar smá tíma að finna sitt lið en hann virðist ekki hafa fengið fjármagn til alvöru kaupa í vetur. Hann hefur meira að segja talað um að hann hafi þurft að velja á milli Thomsen og Watson. Evrópuleysið virðist hafa gert pyngjuna töluvert léttari og það er að fara að bíta okkur í afturendann þegar að liðin fyrir ofan okkur er að eyða og eyða.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30
Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00