Á að fjármagna kosningaloforðin með fasteignabólu? Jóhannes Loftsson skrifar 9. maí 2018 11:28 Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Jóhannes Loftsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun