Þetta reddast – en ekki af sjálfu sér! Kristín Linda Árnadóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 „Þetta reddast“ er frasi sem við Íslendingar eigum í skrýtnu sambandi við. Stundum erum við mjög ánægð með þá heimspekilegu hugsun sem kemur fram í frasanum. Vísum til þess að við séum bjartsýn og ráðumst í verkefni í stað þess að mikla þau um of fyrir okkur. Að hlutir hafi tilhneigingu til að reddast gæti líka verið afsprengi þeirrar hugsunar að við búum í mikilli nálægð við oft á tíðum óblíð náttúruöfl en mætum þeim galvösk þegar á reynir. Á hinn bóginn heyrist stundum að „þetta reddast“ lýsi því hugarfari að við sjáum minni hvata en ella í að undirbúa það sem þarf að undirbúa. Séum jafnvel ekki best í heimi að gera langtímaáætlanir og sjáum e.t.v. takmarkaða ástæðu til að fara eftir slíkum áætlunum. Í umhverfismálum er aftur á móti gerð mikil krafa um framsýni, enda hafa ákvarðanir sem við tökum í dag mikil áhrif á framtíðina. Gott dæmi úr fortíð okkar er hitaveituvæðing landsins sem hefur skilað þjóðarbúinu miklum sparnaði, lífsgæðum og þeirri staðreynd að við erum á toppi lista þjóða í heiminum sem nýta endurnýjanlega orku. Þannig hafa margar ákvarðanir dagsins í dag áhrif til lengri tíma, ýmist til góðs eða ills. Það krefst langtímaáætlunargerðar að berjast gegn skaðlegum loftslagsbreytingum, þar duga engar reddingar. Nú liggur fyrir að við munum ekki ná að standa við Kýótó II skuldbindingar okkar. Við þurfum að endurskoða eigin neyslu og þannig getum við dregið nægilega úr losun til að ná markmiðum. Til langframa felast lausnir á loftslagsvandanum því ekki í óbreyttri hegðun eða einungis stórtækum bindingaraðgerðum í skógrækt eða votlendi. Aukin binding er vissulega liður í því að stefna að kolefnishlutleysi en meginskuldbinding Íslendinga felst í því að draga úr neyslu og draga úr losun. Til að draga úr neyslunni og breyta henni þurfum við að breyta hugsun okkar. Ekkert reddast – af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Kristín Linda Árnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
„Þetta reddast“ er frasi sem við Íslendingar eigum í skrýtnu sambandi við. Stundum erum við mjög ánægð með þá heimspekilegu hugsun sem kemur fram í frasanum. Vísum til þess að við séum bjartsýn og ráðumst í verkefni í stað þess að mikla þau um of fyrir okkur. Að hlutir hafi tilhneigingu til að reddast gæti líka verið afsprengi þeirrar hugsunar að við búum í mikilli nálægð við oft á tíðum óblíð náttúruöfl en mætum þeim galvösk þegar á reynir. Á hinn bóginn heyrist stundum að „þetta reddast“ lýsi því hugarfari að við sjáum minni hvata en ella í að undirbúa það sem þarf að undirbúa. Séum jafnvel ekki best í heimi að gera langtímaáætlanir og sjáum e.t.v. takmarkaða ástæðu til að fara eftir slíkum áætlunum. Í umhverfismálum er aftur á móti gerð mikil krafa um framsýni, enda hafa ákvarðanir sem við tökum í dag mikil áhrif á framtíðina. Gott dæmi úr fortíð okkar er hitaveituvæðing landsins sem hefur skilað þjóðarbúinu miklum sparnaði, lífsgæðum og þeirri staðreynd að við erum á toppi lista þjóða í heiminum sem nýta endurnýjanlega orku. Þannig hafa margar ákvarðanir dagsins í dag áhrif til lengri tíma, ýmist til góðs eða ills. Það krefst langtímaáætlunargerðar að berjast gegn skaðlegum loftslagsbreytingum, þar duga engar reddingar. Nú liggur fyrir að við munum ekki ná að standa við Kýótó II skuldbindingar okkar. Við þurfum að endurskoða eigin neyslu og þannig getum við dregið nægilega úr losun til að ná markmiðum. Til langframa felast lausnir á loftslagsvandanum því ekki í óbreyttri hegðun eða einungis stórtækum bindingaraðgerðum í skógrækt eða votlendi. Aukin binding er vissulega liður í því að stefna að kolefnishlutleysi en meginskuldbinding Íslendinga felst í því að draga úr neyslu og draga úr losun. Til að draga úr neyslunni og breyta henni þurfum við að breyta hugsun okkar. Ekkert reddast – af sjálfu sér.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun