Afsakið hlé Hörður Ægisson skrifar 18. maí 2018 12:55 Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun